Skipulagsnefnd

139. fundur 13. júní 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni, deiliskipulag - úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 8. júní 2012 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Óskars Sigurðssonar hrl., f.h. íbúa á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 6. desember 2011 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, á Akureyri.
Fram kemur í úrskurðinum að hin kærða deiliskipulagsákvörðun hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð eftir ákvæðum skipulagslaga. Einnig segir í úrskurðinum að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu.
Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
"Ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar frá 6. desember 2011, um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, er felld úr gildi að því er tekur til svæðisins milli Skógarlundar og Þingvallastrætis. Að öðru leyti skal hin kærða ákvörðun standa óröskuð."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.
Einnig er lagður fram úrskurður dagsettur 8. júní 2012 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir sömu framkvæmd sem felld er úr gildi vegna ofangreinds úrskurðar um deiliskipulag Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsstjóra falið að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi vegna tenginga að lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.

2.Dalsbraut - Skógarlundur að Miðhúsabraut, framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2012020096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2012 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um leyfi til framkvæmda vegna lagningar Dalsbrautar á kaflanum frá Skógarlundi að Miðhúsabraut.
Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 skv. úrskurði Skipulagsstofnunar dagsettum 26. janúar 2012.
Meðfylgjandi eru útboðsgögn frá Verkfræðistofu Norðurlands.
Framkvæmdadeild hefur gert hæðarmælingar á landi á lóðarmörkum í nágrenni götunnar og í sjálfu götustæðinu, sjá meðfylgjandi skjal merkt "Dalsbraut - innmæld landhæð".

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulagsgögn.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

3.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

Vinnuhópur vegna deiliskipulagsgerðar á félagssvæði Nökkva fundaði þann 12. júní 2012 um tillögu að deiliskipulagi svæðisins og leggur til að tillagan verði send skipulagsnefnd til umfjöllunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði Nökkva, félags siglingarmanna á Akureyri. Tillagan er dagsett 13. júní 2012 og unnin af Teikn á lofti ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillögunni verði breytt á þann veg að um heildarendurskoðun á skipulaginu verði að ræða og eldra deiliskipulag verði fellt úr gildi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Eva Reykjalín Elvarsdóttir mætti á fundinn.

4.Naustahverfi 2. áfangi - Sómatún 9-45, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1)Björk Guðmundsdóttir og Dan Brynjarsson Þrumutúni 1 og Sara Stefánsdóttir og Ásgeir Már Ásgeirsson Þrumutúni 4 gera athugasemdir við eftirfarandi:
a) Fjölgun íbúða.
b) Breytta húsgerð. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við að felldar séu niður kvaðir um að húsunum fylgi bílgeymslur.
c) Athugasemd er gerð við fjölgun bílastæða, sem mun verða vegna fjölgunar íbúða.
d) Breyting á skipulaginu kallar á aukna umferð.
e) Breytt gangstétt/gönguleið skapar hættu.
f) Ásýnd götunnar breytist og hún verður óslitið bílastæði.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.

Skipulagsnefnd samþykkir að fækka íbúðum úr 10 í 8 í Sómatúni 9 - 17 og tekur þar með tillit til hluta athugasemda íbúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að breyta deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við niðurstöðuna. Afgreiðslu málsins er frestað að öðru leyti.

5.Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dagsett 6. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Frestað.

6.Gata mánans 4 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012030136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands ehf., kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs.
Erindið var grenndarkynnt þann 9. maí og lauk kynningunni 6. júní 2012. Ein athugasemd barst.
1) Óskar B. Hauksson f.h. Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) sem hafnar breytingartillögunni án raka.
Samþykki eigenda fjögurra húsa á breytingunni barst með tölvupósti 12. júní 2012.

Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til athugasemdarinnar þar sem efnisleg rök fyrir höfnun liggja ekki fyrir.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

7.Hrafnabjörg 1 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012050171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. maí 2012 þar sem Viggó Benediktsson f.h. Höfðahúsa ehf., kt. 551105-0750, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 1 við Hrafnabjörg vegna viðbyggingar við húsið og byggingar stakstæðrar bílgeymslu. Meðfylgjandi er grunnmynd og útlitsmyndir.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Gatnagerðargjöld - breytingar

Málsnúmer 2012060062Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar leggur fram tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda. Breytingarnar eru tvíþættar:
Annarsvegar er lagt til að 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá verði framlengdur til 30. júní 2013 eða í eitt ár og hinsvegar að gatnagerðargjaldskráin verði tengd á ný við vísitölu byggingarkostnaðar og munu því upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitöluna hverju sinni.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

9.Hesjuvellir - fyrirspurn um málsmeðferð

Málsnúmer 2012050210Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 21. maí 2012 frá Guðmundi H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur leggur fram afstöðumynd með fyrirspurn um málsmeðferð vegna fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúss á landspildu (jörð) l. nr. 212076 úr Hesjuvöllum neðan vegarins.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga og frestar afgreiðslu erindisins.

10.Hlíðarendi land 2 - Hálönd - gatnagerð

Málsnúmer 2012050231Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsett 30. maí 2012 frá Helga Erni Eyþórssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir framkvæmdaleyfi til lagningar tveggja gatna í landi Hlíðarenda, landi 2.
Meðfylgjandi eru uppdrættir hannaðir af Gísla Gunnlaugssyni tæknifræðingi dagsettir 12. júní 2012.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

11.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dags. 5. júní 2012 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu. Bannið verði tímabundið alla daga frá kl. 06:00 til kl. 16:00.

Skipulagsnefnd samþykkir bann við lagningu ökutækja við vesturkant götunnar milli kl. 06:00 og 16:00 til 20. september 2012. Skipulagsstjóra falið að senda beiðni til sýslumanns um gildistöku með auglýsingu í  B-deild Stjórnartíðinda.

12.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dags. 5. júní 2012 frá Herði Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurland varðandi umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu og að Laufásgötu. Óskað er eftir að takmörkun þessi mun gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2012 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skips sbr. meðfylgjandi lista.

Skipulagsnefnd  samþykkir erindið. Skipulagsstjóra falið að auglýsa ákvörðunina.

13.Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2011 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. eigenda að Vörðutúni 2, Jóhanns Oddgeirssonar, Vörðutúni 4, Margrétar Stefánsdóttur og Vörðutúni 6, Landsbankans kt. 471008-0280, óska eftir að endurnýja umboð lóðarhafa til að vinna deiliskipulagstillögu að lóðarstækkun um 2 metra til suðurs sbr. eldri afgreiðslu skipulagsnefndar þann 25. nóv. 2009. Innkomnar undirskriftir lóðarhafa 29. maí 2012.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulagsstjóra sem síðan verði grenndarkynnt. 

14.Þórsstígur 4 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012050211Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 23. maí 2012 þar sem Kollgáta f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir stækkun á lóðinni nr. 4 við Þórsstíg. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir almennum göngustíg meðfram suðurkanti Glerár. Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

15.Hofsbót - umsókn um vinnuskúr/gám

Málsnúmer 2012060049Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 4. júní 2012 þar sem Hermann Ragnarsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir leyfi til að setja upp vinnuskúr, 20 feta gám að stærð 2,5 x 6 metrar og 2.5 metrar á hæð. Sjá nánar í umsókn.

Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu aðstöðugáms til 20. september 2012 á svæði næst húsi Átaks sem sótt var um vegna aðstöðuhúss.

16.Hofsbót - fyrirspurn um smáhýsi fyrir skemmtisiglingar

Málsnúmer 2012030058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Hugmyndin er að húsið standi við Hofsbót allt árið þó ekki verði í því starfsemi nema hluta úr ári.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til hausts eða þar til komin er reynsla af starfsemi fyrirtækisins í sumar.

17.Hrísey, gróðursetning grenitrjáa - fyrirspurn um námu.

Málsnúmer 2012050229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2012 þar sem Hulda Hrönn M. Helgadóttir f.h. Kvenfélags Hríseyjar, kt. 531093-2089, óskar eftir svæði í Hrísey til að gróðursetja grenitré.
Einnig er óskað upplýsinga um námu ofan hafnarinnar, hvort liggi fyrir áhættumat á svæðinu. Bent er á að svæðið myndi sóma sér vel sem útivistarsvæði.

Samkvæmt upplýsingum frá verkefnastjóra umhverfismála er nú þegar til ráðstöfunar svæði í Hrísey til þess að gróðursetja grenitré.

Ekki liggur fyrir áhættumat vegna frágangs námu og engar ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu hennar en skipulagsnefnd bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulagi Hríseyjar og er því erindinu vísað í þá vinnu.

18.Draupnisgata 7n - úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 2011100128Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 23. maí 2012 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Íslenska Gámafélagsins ehf. á afgreiðslu skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 9. nóvember 2011 á erindi varðandi breytta notkun húsnæðis að Draupnisgötu 7n á Akureyri.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður: "Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni." Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.

Lagt fram til kynningar.

19.Heiðartún - malbikun/frágangur götu, grenndarvöllur ofl.

Málsnúmer 2012050107Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 24. maí 2012 vísað neðangreindum liðum til skipulagsnefndar:
Sigurður Ólason og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Heiðartúni 3, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
b) Þau óska eftir því að skoðað verði hvort ekki sé hægt að gera Heiðartún að botnlangagötu með því að loka henni við Kjarnagötu.
e) Áshildur og Sigurður vöktu athygli á því að frágangur eftir verktaka sé með öllu óviðunandi í götunni þeirra. Stórar vinnuvélar og afgangsbyggingarefni veldur ungum börnum hættu.

Svar við athugasemdum.

b) Heiðartún liggur á milli Kjarnagötu og Hamratúns. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir að Heiðartúni verði lokað í annan endann. Ekki er hægt að sjá að þörf sé á slíku inngripi í skipulag svæðisins þar sem gegnumumferð ætti ekki að vera mikil í götunni.  

e) Það skal upplýst að send hafa verið út bréf til verktaka vegna frágangs viðkomandi aðila á svæðinu sem nú er í dagsektarferli.

20.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. maí 2012. Lögð var fram fundargerð 398. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. maí 2012. Lögð var fram fundargerð 399. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. júní 2012. Lögð var fram fundargerð 400. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.