Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulag

Málsnúmer SN090090

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Erindi dags. 7. mars 2012 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h Nökkva félags siglingarmanna á Akureyri óskar eftir því að fá að kynna skipulagsnefnd hugmyndir félagsins um uppbyggingu á félagssvæði siglingaklúbbsins á Leirunni.
Einnig er farið þess á leit að hafin verði á ný vinna við deiliskipulagningu afhafnasvæðis siglingaklúbbsins á Leirunni á grundvelli þeirra gagna sem unnin hafa verið áður.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Nökkva fyrir erindið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang undirbúningsvinnu við deiliskipulag svæðisins.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 23. mars 2012 þar sem íþróttaráð óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um deiliskipulag félagssvæðis Nökkva.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í vinnuhópinn. Pétur Bolli Jóhannesson verði starfsmaður vinnuhópsins.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Vinnuhópur vegna deiliskipulagsgerðar á félagssvæði Nökkva fundaði þann 12. júní 2012 um tillögu að deiliskipulagi svæðisins og leggur til að tillagan verði send skipulagsnefnd til umfjöllunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði Nökkva, félags siglingarmanna á Akureyri. Tillagan er dagsett 13. júní 2012 og unnin af Teikn á lofti ehf.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillögunni verði breytt á þann veg að um heildarendurskoðun á skipulaginu verði að ræða og eldra deiliskipulag verði fellt úr gildi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2012:
Vinnuhópur vegna deiliskipulagsgerðar á félagssvæði Nökkva fundaði þann 12. júní 2012 um tillögu að deiliskipulagi svæðisins og leggur til að tillagan verði send skipulagsnefnd til umfjöllunar.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu á svæði Nökkva, félags siglingarmanna á Akureyri. Tillagan er dags. 13. júní 2012 og unnin af Teikn á lofti ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillögunni verði breytt á þann veg að um heildarendurskoðun á skipulaginu verði að ræða og eldra deiliskipulag verði fellt úr gildi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulagsins Höepfnersbryggja - Siglingaklúbburinn Nökkvi var auglýst þann 27. júní og var athugasemdafrestur til 9. ágúst 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Framkvæmdadeild Akureyrar, dagsett 8. ágúst 2012.
Óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirtalinna fráveitulagna:
a) úr tjörninni og út í Pollinn.
b) lögn frá læknum úr Lækjargili sem veitt er út í Pollinn sunnan Nökkva.
c) ofanfrávatnslögn frá Leirunesti í Pollinn.
2) Kristján Eldjárn og Helga Nóadóttir, Örkinni hans Nóa, dagsett 25. júlí 2012.
a) Gerð er athugsemd við staðsetningu bílastæða. Þau telja æskilegra að gera minni landfyllingu í norður en meiri í suður og snúa stæðunum í austur/vestur.
Í innsendu bréfi frá Vegagerðinni, dagsettu 11. júlí 2012 kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Fullt samráð skal haft við framkvæmdadeild um hugsanlegar breytingar á fráveitulögnun í tengslum við framkvæmdir innan deiliskipulagsins.

Uppfylling þyrfti að vera mun meiri ef stæðum er snúið í austur-vestur sem kallar á umframkostnað. Einnig verður leitast við að hæðarsetja bílastæði eins neðarlega og mögulegt er þannig að sýnileiki minnki frá Aðalstræti.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulagsins Höepfnersbryggja - Siglingaklúbburinn Nökkvi var auglýst þann 27. júní og var athugasemdafrestur til 9. ágúst 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær athugasemdir bárust.
1) Framkvæmdadeild Akureyrar, dags. 8. ágúst 2012.
Óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirtalinna fráveitulagna:
a) úr tjörninni og út í Pollinn.
b) lögn frá læknum úr Lækjargili sem veitt er út í Pollinn sunnan Nökkva.
c) ofanfrávatnslögn frá Leirunesti í Pollinn.
2) Kristján Eldjárn og Helga Nóadóttir, Örkinni hans Nóa, dags. 25. júlí 2012.
a) Gerð er athugsemd við staðsetningu bílastæða. Þau telja æskilegra að gera minni landfyllingu í norður en meiri í suður og snúa stæðunum í austur/vestur.
Í innsendu bréfi frá Vegagerðinni, dags. 11. júlí 2012 kemur fram að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Fullt samráð skal haft við framkvæmdadeild um hugsanlegar breytingar á fráveitulögnun í tengslum við framkvæmdir innan deiliskipulagsins.
Uppfylling þyrfti að vera mun meiri ef stæðum er snúið í austur/vestur sem kallar á umframkostnað. Einnig verður leitast við að hæðarsetja bílastæði eins neðarlega og mögulegt er þannig að sýnileiki minnki frá Aðalstræti.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 145. fundur - 10.10.2012

Innkomið bréf dagsett 19. september 2012 frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar á málsmeðferð vegna deiliskipulags Höepfnersbryggju og aðstöðusvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd fellst ekki á athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsstjóra verði falið að rökstyðja ástæður þeirrar afstöðu og auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Innkomið bréf dags. 19. september 2012 frá Skipulagsstofnun vegna yfirferðar á málsmeðferð vegna deiliskipulags Höepfnersbryggju og aðstöðusvæðis siglingaklúbbsins Nökkva. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á athugasemdir Skipulagsstofnunar og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsstjóra verði falið að rökstyðja ástæður þeirrar afstöðu og auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.