Hrísey, gróðursetning grenitrjáa - fyrirspurn um námu.

Málsnúmer 2012050229

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 29. maí 2012 þar sem Hulda Hrönn M. Helgadóttir f.h. Kvenfélags Hríseyjar, kt. 531093-2089, óskar eftir svæði í Hrísey til að gróðursetja grenitré.
Einnig er óskað upplýsinga um námu ofan hafnarinnar, hvort liggi fyrir áhættumat á svæðinu. Bent er á að svæðið myndi sóma sér vel sem útivistarsvæði.

Samkvæmt upplýsingum frá verkefnastjóra umhverfismála er nú þegar til ráðstöfunar svæði í Hrísey til þess að gróðursetja grenitré.

Ekki liggur fyrir áhættumat vegna frágangs námu og engar ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu hennar en skipulagsnefnd bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulagi Hríseyjar og er því erindinu vísað í þá vinnu.