Hesjuvellir - fyrirspurn um málsmeðferð

Málsnúmer 2012050210

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi í tölvupósti dagsett 21. maí 2012 frá Guðmundi H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur leggur fram afstöðumynd með fyrirspurn um málsmeðferð vegna fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúss á landspildu (jörð) l. nr. 212076 úr Hesjuvöllum neðan vegarins.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga og frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Erindi í tölvupósti dagsett 21. maí 2012 frá Guðmundi H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Rósu Maríu Stefánsdóttur leggur fram afstöðumynd með fyrirspurn um málsmeðferð vegna fyrirhugaðar byggingar íbúðarhúss á landspildu (jörð) l.nr. 212076 úr Hesjvöllum neðan vegararins. Spurt er hvort þörf sé að deiliskipuleggja jörðina eða hvort hægt sé að afgreiða þetta í samræmi við 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga.

Skipulagsstjóri óskaði eftir afstöðu Skipulagsstofnunar á fyrirspurninni. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að breyta þurfi aðalskipulagi áður en bygging íbúðarhúss verður leyfð á þessum stað. Ekki er hægt að notast við 1. tl. bráðabirgðaákvæðis þegar landnotkun er skilgreind sem "óbyggt svæði".

Einnig bendir stofnunin á að meginreglan sé sú að unnið skuli deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda en málsmeðferð skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis er notuð í undantekningatilvikum. Lóðin sem hér um ræðir er nærri þéttbýlinu á Akureyri og því réttast að vinna deiliskipulag af svæðinu. Hluti deiliskipulagsferlisins er kynning fyrir almenningi en breyting á skipulagi við þéttbýli gæti varðað hagsmuni annarra.