Hofsbót - fyrirspurn um smáhýsi fyrir skemmtisiglingar

Málsnúmer 2012030058

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar um fyrirspurnina þar sem umbeðið svæði er innan svæðis hafnarinnar.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús við Hofsbót fyrir skemmtisiglingar. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd.
Eftirfarandi var fært til bókar á stjórnarfundi Hafnarsamlags Norðurlands mánudaginn 16. apríl 2012 og tilkynnist hér með.
"Hofsbót, fyrirspurn um smáhýsi.
Í bréfi dags. 15. mars 2012 óskaði skipulagsnefnd eftir umsögn hafnarstjórnar vegna fyrirspurnar um leyfi til að setja upp aðstöðuhús/smáhýsi á hafnarsvæðinu í Hofsbót í tengslum við skemmtisiglingar á Pollinum, samanber meðfylgjandi gögn. Stjórn HN gerir ekki athugasemdir við að komið verði upp umræddri aðstöðu."

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á útliti og frágangi hússins. Staðsetning aðstöðuhússins verði skv. tillögunni sem sýnir húsið nær lóð Strandgötu 14 (Átaks).

Skipulagsnefnd - 137. fundur - 09.05.2012

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd.
Skipulagsnefnd tók jákvætt í erindið 25. apríl 2012 en óskaði eftir nánari útfærslu á útliti og frágangi hússins sem móttekin var 30. apríl 2012.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framlagða tillögu og felur skipulagsstjóra að afgreiða byggingarleyfi þegar umsókn um það berst.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 4. júní 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Hugmyndin er að húsið standi við Hofsbót allt árið þó ekki verði í því starfsemi nema hluta úr ári.

Skipulagsnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til hausts eða þar til komin er reynsla af starfsemi fyrirtækisins í sumar.