Gatnagerðargjöld - breytingar

Málsnúmer 2012060062

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Formaður skipulagsnefndar leggur fram tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda. Breytingarnar eru tvíþættar:
Annarsvegar er lagt til að 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá verði framlengdur til 30. júní 2013 eða í eitt ár og hinsvegar að gatnagerðargjaldskráin verði tengd á ný við vísitölu byggingarkostnaðar og munu því upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitöluna hverju sinni.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2012:
Formaður skipulagsnefndar leggur fram tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda. Breytingarnar eru tvíþættar:
Annarsvegar er lagt til að 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá verði framlengdur til 30. júní 2013 eða í eitt ár og hinsvegar að gatnagerðargjaldskráin verði tengd á ný við vísitölu byggingarkostnaðar og munu því upphæðir breytast mánaðarlega í takt við vísitöluna hverju sinni.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og bæjarlögmanni falið að annast gildistöku hennar með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3375. fundur - 25.07.2013

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2012 að 20% afsláttur frá gatnagerðargjaldi skv. gjaldskrá yrði framlengdur til 30. júní 2013 eða í eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að framlengja afsláttinn til 30. júní 2014 og felur bæjarlögmanni að annast gildistöku með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.