Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018, breyting þéttbýlismarka

Málsnúmer 2012060063

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dagsett 6. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dagsett 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarráð - 3325. fundur - 05.07.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu vegna breytingar á þéttbýlismörkum Aðalskipulags Akureyrar. Tillagan er dags. 20. júní 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 143. fundur - 12.09.2012

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingar á þéttbýlismörkum. Tillagan er dagsett 12. september 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagslýsing dagsett 27. júní 2012 var kynnt frá 11. júlí til 24. júlí 2012. Ein athugasemd barst dagsett 21. júlí 2012 frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. SS-Byggis þar sem fyrirhuguðum breytingum á þéttbýlismörkum er mótmælt. Bréf barst frá Skipulagsstofnun 23. júlí 2012 sem gerði ekki athugasemdir við efni framlagðrar lýsingar.

Innsendri athugasemd við skipulagslýsingu var vísað í vinnslu á tillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. september 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingar á þéttbýlismörkum. Tillagan er dags. 12. september 2012 og unnin af Árna Ólafssyni arkitekt.
Skipulagslýsing dags. 27. júní 2012 var kynnt frá 11. júlí til 24. júlí 2012. Ein athugasemd barst dags. 21. júlí 2012 frá Ívari Pálssyni hrl. f.h. SS-Byggis þar sem fyrirhuguðum breytingum á þéttbýlismörkum er mótmælt. Bréf barst frá Skipulagsstofnun 23. júlí 2012 sem gerði ekki athugasemdir við efni framlagðrar lýsingar.
Innsendri athugasemd við skipulagslýsingu var vísað í vinnslu á tillögu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 150. fundur - 16.01.2013

Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 17. október með athugasemdarfresti til 28. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Landslög f.h. SS-Byggis ehf. dagsett 28. nóvember 2012.
Skipulagsbreytingunni er mótmælt þar sem með henni er leitast við að klæða ólögmæta innheimtu gatnagerðargjalda í lögmætan búning hvað varðar byggingarsvæði Hálanda. Sjá nánar í bréfi.
2) Hörgársveit, dagsett 28. nóvember 2012.
Ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna að öðru leyti en því að sveitarfélagamörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar séu ekki rétt dregin á uppdráttum.
Innkomnar umsagnir:
Bréf Umhverfisstofnunar dagsett 9. október 2012 vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu og auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dagsett 3. október 2012 er ekki gerð athugasemd við að breytingin verði auglýst en vakin athygli á að skoða þarf samræmi við lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.
Ekki barst umsögn frá Eyjafjarðarsveit.

Svör við athugasemdum:

1) Sjá svar við athugasemdinni í meðfylgjandi skjali merktu "Landslög, SS-Byggir - svör við athugasemdum dags. 16.1.2013".

2) Samkvæmt upplýsingum í minnisblaði dagsettu 15. mars 2010 frá Landmælingum Íslands eru sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrarkaupstaðar leiðrétt í samræmi við ákvæði er koma fram í lögum nr. 107/1954 en þar er tilgreint að mörkin skulu vera við norðurmörk jarðanna Ytra-Krossaness, Grænhóls, Mýrarlóns og Hrappstaða (sjá viðhengi "Hörgársveit_11032010.pdf"). Á grundvelli þessara gagna samþykkir skipulagsnefnd breytingu á sveitarfélagamörkunum.

Eftir auglýsingartíma voru þéttbýlismörk norðan Hlíðarfjallsvegar færð að hluta til ofar í hlíðina þannig að þau fylgja nú fjallsgirðingu til norðurs.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3335. fundur - 19.02.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. janúar 2013:
Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga þann 17. október með athugasemdafresti til 28. nóvember 2012. Auglýsingar birtust í Dagskránni, Fréttablaðinu og Lögbirtingablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Landslög f.h. SS-Byggis ehf, dags. 28. nóvember 2012.
Skipulagsbreytingunni er mótmælt þar sem með henni er leitast við að klæða ólögmæta innheimtu gatnagerðargjalda í lögmætan búning hvað varðar byggingarsvæði Hálanda. Sjá nánar í bréfi.
2) Hörgársveit, dags. 28. nóvember 2012.
Ekki er gerð athugasemd við breytingartillöguna að öðru leyti en því að sveitarfélagamörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar séu ekki rétt dregin á uppdráttum.
Innkomnar umsagnir:
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. október 2012 vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu og auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 3. október 2012 er ekki gerð athugasemd við að breytingin verði auglýst en vakin athygli á að skoða þarf samræmi við lög nr. 75/2008 um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús.
Ekki barst umsögn frá Eyjafjarðarsveit.
Svör við athugasemdum:
1) Sjá svar við athugasemdinni í meðfylgjandi skjali merktu "Landslög, SS-Byggir - svör við athugasemdum dags. 16.1.2013".
2) Samkvæmt upplýsingum í minnisblaði dags. 15. mars 2010 frá Landmælingum Íslands eru sveitarfélagamörk Hörgársveitar og Akureyrarkaupstaðar leiðrétt í samræmi við ákvæði er koma fram í lögum nr. 107/1954 en þar er tilgreint að mörkin skulu vera við norðurmörk jarðanna Ytra-Krossaness, Grænhóls, Mýrarlóns og Hrappstaða (sjá viðhengi "Hörgársveit_11032010.pdf"). Á grundvelli þessara gagna samþykkir skipulagsnefnd breytingu á sveitarfélagamörkunum.
Eftir auglýsingartíma voru þéttbýlismörk norðan Hlíðarfjallsvegar færð að hluta til ofar í hlíðina þannig að þau fylgja nú fjallsgirðingu til norðurs.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.