Skipulagsnefnd

135. fundur 28. mars 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason varaformaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer SN080072Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á leið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar frá sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. var auglýst frá 1. febrúar - 15. mars 2012.
Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.
Rósa María Stefánsdóttir handhafi að erfðafestulandi Kífsár og er eigandi eignarlands að Hesjuvöllum mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á jarðstreng við landamerki að báðum þessum landskikum.
Innkomið bréf dagsett 16. mars 2012 frá Skipulagsstofnun sem gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna. Innkomið bréf dagsett 5. mars 2012 frá Umhverfisstofnun sem gerir ekki athugasemd við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar.

Samkvæmt framlögðum uppdrætti sem sýnir landamerki, mörk erfðafestu og legu slóða og jarðstrengs kemur fram að lega jarðstrengsins og slóði er utan eignarlands Hesjuvalla en innan erfðafestulands í landi Kífsár sem er í eigu Akureyrarbæjar. Í 8. gr. erfðafestusamnings sem gerður var 26. apríl 1995 er bæjarstjórn heimilt að leggja skólpræsi, vatnsæðar, rafveitutaugar og annað því um líkt um erfðafestulandið endurgjaldslaust, enda sé landi eigi spillt með þessu. Í þessu tilviki er um að ræða vegslóða að spennivirki og rafstreng grafinn í jörðu í eða við hann til að raska sem minnstu svæði. Staðsetning slóðans var valin m.a. með tilliti til legu í landi og vegna fornleifa sem eru kringum bæjarstæði Kífsár sem er rétt norðan erfðafestulandsins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

2.Blöndulína 3 (220 kv) frá Blöndustöð til Akureyrar - beiðni um umsögn - mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2012030188Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. mars 2012 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar "Blöndulína 3 (220 kv) frá Blöndustöð til Akureyrar". Umsögn óskast send fyrir 18. apríl 2012. Einnig er óskað eftir því að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggi frammi til kynningar fyrir almenning á bæjarskrifstofum Akureyrar frá 21. mars til 3. maí 2012.

Skipulagsnefnd telur umhverfisáhrif af lagningu háspennulínu frá sveitarfélagsmörkun Hörgársveitar og að fyrirhugðu spennivirki við Kífsá ásættanleg en þau eru fyrst og fremst sjónræns eðlis. Einnig telur skipulagsnefnd að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir eftirtöldum atriðum í frummatsskýrslu hvað varðar þann hluta línunnar sem er innan lögsögu Akureyrar:
a. fyrirhugaðri framkvæmd,

b. umhverfi,

c. umhverfisáhrifum,

d. mótvægisaðgerðum.

3.Naustahverfi 3. áfangi - deiliskipulag

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Í bókun umhverfisráðs þ. 13. september 2006 var skipulagsstjóra falið að ganga til samninga við Arkitektastofuna Gylfa Guðjónsson og félaga með Árna Ólafsson í forsvari, um deiliskipulagningu 3. áfanga Naustahverfis reiti 11, 13 og 16 skv. rammaskipulagi. Skipulagsstjóri leggur til að hafin verði vinna á ný við deiliskipulagið þar sem líða fari að því að vöntun verði á lóðum í nokkrum flokkum lóða á svæðinu. Lögð fram drög að deiliskipulagi hverfisins eftir Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf.

Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að setja vinnu við deiliskipulag svæðisins í gang að nýju.

4.Miðbær austurhluti - deiliskipulag (SN070093)

Málsnúmer 2006020089Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram þann 29. janúar 2010 tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar og endurbætta tillögu að umhverfismati áætlunarinnar. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 5. febrúar - 31. mars 2010 en tillagan hefur ekki verið samþykkt af bæjarstjórn.

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að endurskoða þær tillögur og hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags af miðbæjarsvæðinu.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurð Guðmundsson í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.

Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir við bæjarráð að það tilnefni tvo fulltrúa úr ráðinu til setu í vinnuhópnum.

5.Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis (SN070129)

Málsnúmer 2010030004Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, var auglýst 9. febrúar 2011 með athugasemdafresti til 23. mars 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni.
Ein athugasemd barst.
1) Jóhannes Árnason, dags. 21. mars 2011.
16 umsagnir bárust:
1) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 10. febrúar 2011.
2) Vegagerðin, dags. 23. febrúar 2011.
Önnur umsögn frá Vegagerðinni barst 23. mars 2011.
Þriðja umsögn Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2011.
3) Vetraríþróttamðstöð Íslands, dags. 16. mars 2011.
4) Norðurorka, dags. 23. mars 2011.
5) Umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2011.
6) Íþróttaráð, dags. 17. febrúar 2011.
7) Fornleifavernd ríkisins, dags. 15. desember 2010.
Ný umsögn barst 6. apríl 2011.
8) Eyjafjarðarsveit, dags. 29. mars 2011.
9) Jóhannes M. Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. dags. 6. apríl 2011.
10) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dags. 7. apríl 2011.
11) Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2011.
12) Veðurstofa Íslands, dags. 7. apríl 2011.
13) Skíðafélag Akureyrar, dags. 12. apríl 2011
14) Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
15) Hörgársveit, dags. 15. apríl 2011.
16) Skipulagsstofnun, dags. 1. mars 2011.
Leitað var eftir samþykki sveitarstjórnar Hörgársveitar fyrir því að fella niður deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli. Samþykki hennar liggur fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2011.
Málinu var frestað 18. maí 2011 m.a. vegna þess að snjóflóðahættumat Veðurstofunnar var ekki tilbúið.

Vegna tafa sem hafa orðið á útgáfu snjóflóðahættumats fyrir skíðasvæðið er nauðsynlegt að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að yfirfara innsendar umsagnir ásamt því að gera tillögur um breytingar á tillögunni í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfum frá umsagnaraðilum.

6.Naustahverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sómatún 9-49

Málsnúmer 2012020086Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga, dagsett 28. mars 2012 að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf., sbr. bókun nefndarinnar frá 15. febrúar 2012 um lóðirnar nr. 9-25 og 33-35 við Sómatún.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Breytingar eru gerðar á lóðarnúmerum á reitnum.
b) Á lóð 9 - 17 komi 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum í stað 7 íbúða raðhúss á tveimur hæðum. Engar bílgeymslur verða á lóðinni. Kvöð verður um lóðarveggi.
c) Á lóð 29 komi einbýlishús á tveimur hæðum í stað parhúss á tveimur hæðum. Bílgeymsla verði innbyggð og aðkoma verður beint frá götu.
d) Leyfilegt byggingarmagn á lóðum 9-17 og 29 minnkar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kirkjugarðar Akureyrar, Naustaborgir - grafreitir 21. aldar

Málsnúmer SN080114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2012 frá Smára Sigurðssyni þar sem hann f.h. Kirkjugarða Akureyrar, kt. 690169-0619, óskar eftir að tekið verði upp að nýju erindi frá 2007 og 2010 þar sem óskað var eftir svæði í Naustaborgum fyrir nýjan grafreit. Kom Smári á fundinn og kynnti hugmyndir Kirkjugarða Akureyrar.

Skipulagsnefnd þakkar Smára Sigurðssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

8.Landsskipulagsstefna 2013-2024 - skipulagslýsing og matslýsing vegna umhverfismats

Málsnúmer 2012030117Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur tekið saman lýsingu á gerð landsskipulagsstefnu og umhverfismati sbr. reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011. Stofnunin auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum við lýsinguna á samráðsvettvangi og er hægt að koma athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun til 29. mars 2012.

Skipulagsnefnd telur að lýsingin sé almennt vel unnin og í samræmi við þær áherslur sem kynntar hafa verið í undanfara verkefnisins. Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagningu og áherslurnar sem fram koma í lýsingunni um landsskipulagsstefnuna eða í matslýsingunni um umhverfismatið en þó er tekið undir þau atriði sem fram koma í minnisblaði skipulagsmálanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 13. mars sl.

Skipulagsnefnd telur að tímasetningar samráðsferlisins séu of knappar þar sem gert er ráð fyrir að öllu samráðsferli verði lokið á haustdögum sem getur haft þau áhrif að afrakstur stefnumótunarvinnunnar verði ómarkviss.

Afgreiðslu málsins er vísað til bæjarráðs.

9.Eiðsvallagata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir anddyri

Málsnúmer 2012010357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. janúar 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Andrésar Magnússonar sækir um leyfi til að byggja anddyri við aðalinngang á austurhlið hússins að Eiðsvallagötu 3 var sent í grenndarkynningu sem lauk 21. mars sl. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

 

10.Víðimýri 2 - fyrirspurn um breytingu á þaki

Málsnúmer 2012010289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Guðmundar H. Sigurðssonar og Brynhildar Pétursdóttur lagði fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist fyrir hækkun á austurhluta þaks hússins að Víðimýri 2 var sent í grenndarkynningu sem lauk 16. mars sl. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

11.Möðruvallastræti 3 - fyrirspurn um bílgeymslu

Málsnúmer 2012030111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2012 þar sem Guðmundur Freyr Guðmundsson leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð nr. 3 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi er afstöðumynd og nánari skýringar í bréfi.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánari gögnum um fyrirhugað útlit og staðsetningu bílgeymslunnar. Einnig þarf samþykki nágranna að liggja fyrir þar sem gert er ráð fyrir að umbeðin bygging standi á lóðarmörkum.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.

12.Gata mánans 4 - fyrirspurn um stækkun húss

Málsnúmer 2012030136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipafélags Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að stækka húsið við Götu mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. mars 2012. Lögð var fram fundargerð 389. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. mars 2012. Lögð var fram fundargerð 390. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

15.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulag

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2012 þar sem íþróttaráð óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um deiliskipulag félagssvæðis Nökkva.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í vinnuhópinn. Pétur Bolli Jóhannesson verði starfsmaður vinnuhópsins.

16.Brálundur - Miðhúsabraut - kæra

Málsnúmer 2010090089Vakta málsnúmer

Innkominn úrskurður dagsettur 22. mars 2012 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 8. júlí 2010 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brálundar og kæra á samþykkt skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 14. september 2011 um að veita leyfi til framkvæmda við að malbika og tengja götuna Brálund við Miðhúsabraut.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarráðs Akureyrarbæjar frá 8. júlí 2010 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brálundar og á samþykkt skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 14. september 2011 um að veita leyfi til framkvæmda við að malbika og tengja götuna Brálund við Miðhúsabraut."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.