Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer SN080072

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010 þar sem skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar í samræmi við tillögu Landsnets og bókun umhverfisnefndar um svokallaða Súlumýraleið. Einnig kom fram í bókuninni að tengivirki verði samkvæmt tillögu 1 við Kífsá og að fallist sé á tillögu Landnets um strengjaleið að Rangárvöllum.

Skipulagsnefnd fellst á tillögu Landsnets um hluta línuleiðar Blöndulínu 3 ofan Akureyrar og um staðsetningu tengivirkis við Kífsá. Ákvörðun um áframhaldandi línuleið sunnan Kífsár að sveitarfélagsmörkum í suðri er frestað að sinni en vinnu að úrlausn verði haldið áfram. Þá er fallist á tillögu Landnets um strengjaleið frá Kífsá að Rangárvöllum.

Skipulagsstjóra falið að láta vinna aðalskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreint sem lögð verði fyrir nefndina.

Skipulagsnefnd - 123. fundur - 12.10.2011

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 9. október 2011 unna af Árna Ólafssyni arktekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitafélagsmörkum Hörgárbyggðar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3310. fundur - 18.10.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. október 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dags. 10. október 2011 unna af Árna Ólafssyni arktekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitafélagsmörkum Hörgárbyggðar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 126. fundur - 09.11.2011

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dagsetta 4. nóvember 2011 unna af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf.
Lagt er til að gerð verði aðalskipulagsbreyting á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitafélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.
Skipulagslýsing hefur verið auglýst og kynnt almenningi. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3312. fundur - 22.11.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. nóvember 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dags. 4. nóvember 2011 unna af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf.
Lagt er til að gerð verði aðalskipulagsbreyting á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.
Skipulagslýsing hefur verið auglýst og kynnt almenningi. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á leið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar frá sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. var auglýst frá 1. febrúar - 15. mars 2012.
Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.
Rósa María Stefánsdóttir handhafi að erfðafestulandi Kífsár og er eigandi eignarlands að Hesjuvöllum mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á jarðstreng við landamerki að báðum þessum landskikum.
Innkomið bréf dagsett 16. mars 2012 frá Skipulagsstofnun sem gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna. Innkomið bréf dagsett 5. mars 2012 frá Umhverfisstofnun sem gerir ekki athugasemd við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar.

Samkvæmt framlögðum uppdrætti sem sýnir landamerki, mörk erfðafestu og legu slóða og jarðstrengs kemur fram að lega jarðstrengsins og slóði er utan eignarlands Hesjuvalla en innan erfðafestulands í landi Kífsár sem er í eigu Akureyrarbæjar. Í 8. gr. erfðafestusamnings sem gerður var 26. apríl 1995 er bæjarstjórn heimilt að leggja skólpræsi, vatnsæðar, rafveitutaugar og annað því um líkt um erfðafestulandið endurgjaldslaust, enda sé landi eigi spillt með þessu. Í þessu tilviki er um að ræða vegslóða að spennivirki og rafstreng grafinn í jörðu í eða við hann til að raska sem minnstu svæði. Staðsetning slóðans var valin m.a. með tilliti til legu í landi og vegna fornleifa sem eru kringum bæjarstæði Kífsár sem er rétt norðan erfðafestulandsins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3319. fundur - 17.04.2012

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2012:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi á leið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar frá sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf. var auglýst frá 1. febrúar - 15. mars 2012.
Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.
Rósa María Stefánsdóttir handhafi að erfðafestulandi Kífsár og er eigandi eignarlands að Hesjuvöllum mótmælir fyrirhugaðri staðsetningu á jarðstreng við landamerki að báðum þessum landskikum.
Innkomið bréf dags. 16. mars 2012 frá Skipulagsstofnun sem gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna. Innkomið bréf dagsett 5. mars 2012 frá Umhverfisstofnun sem gerir ekki athugasemd við umrædda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar.
Samkvæmt framlögðum uppdrætti sem sýnir landamerki, mörk erfðafestu og legu slóða og jarðstrengs kemur fram að lega jarðstrengsins og slóði er utan eignarlands Hesjuvalla en innan erfðafestulands í landi Kífsár sem er í eigu Akureyrarbæjar. Í 8. gr. erfðafestusamnings sem gerður var 26. apríl 1995 er bæjarstjórn heimilt að leggja skólpræsi, vatnsæðar, rafveitutaugar og annað því um líkt um erfðafestulandið endurgjaldslaust, enda sé landi eigi spillt með þessu. Í þessu tilviki er um að ræða vegslóða að spennivirki og rafstreng grafinn í jörðu í eða við hann til að raska sem minnstu svæði. Staðsetning slóðans var valin m.a. með tilliti til legu í landi og vegna fornleifa sem eru kringum bæjarstæði Kífsár sem er rétt norðan erfðafestulandsins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. þann 16. mars 2012 þar sem óskað er eftir greinargerð sveitarstjórnar sbr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, leggur skipulagsstjóri fram greinargerð um hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í áætlunina og hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfisskýrslu, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsstjóri leggur til við bæjarstjórn að greinargerðin verði samþykkt.

Helgi Snæbjarnarson L-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Akureyrarkaupstaður áskilur sér rétt til að hafa áhrif á gerð línumastra á línuleiðinni við veitingu framkvæmdaleyfis þegar að því kemur.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Akureyrarkaupstaður áskilur sér rétt til að hafa áhrif á gerð línumastra á línuleiðinni við veitingu framkvæmdaleyfis þegar að því kemur.

Jafnframt leggur bæjarstjórn Akureyrar áherslu á að þegar kemur til að tengja línuna áfram austur að þá verði leitað lausna sem tryggi áfram fullt öryggi í aðflugi að Akureyrarflugvelli og að öðru leiti verði boðið upp á lausnir sem tryggja umhverfissjónarmið en um leið rekstraröryggi og raforku á samkeppnishæfu verði.

Tillaga Ólafs var borin upp og felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.

Hlín Bolladóttir, Víðir Benediktsson og Halla Björk Reynisdóttir fulltrúar L-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Tillaga Helga Snæbjarnarsonar L-lista um bókun var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Borin var upp tillaga skipulagsstjóra og var hún samþykkt með 10 atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.