Miðbær austurhluti - deiliskipulag (SN070093)

Málsnúmer 2006020089

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Skipulagsstjóri lagði fram þann 29. janúar 2010 tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar og endurbætta tillögu að umhverfismati áætlunarinnar. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 5. febrúar - 31. mars 2010 en tillagan hefur ekki verið samþykkt af bæjarstjórn.

Skipulagsnefnd hefur ákveðið að endurskoða þær tillögur og hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags af miðbæjarsvæðinu.

Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurð Guðmundsson í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.

Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir við bæjarráð að það tilnefni tvo fulltrúa úr ráðinu til setu í vinnuhópnum.

Bæjarráð - 3316. fundur - 18.04.2012

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram þann 29. janúar 2010 tillögu ásamt greinargerð að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar og endurbætta tillögu að umhverfismati áætlunarinnar. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 5. febrúar - 31. mars 2010 en tillagan hefur ekki verið samþykkt af bæjarstjórn.
Skipulagsnefnd hefur ákveðið að endurskoða þær tillögur og hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags af miðbæjarsvæðinu.
Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurð Guðmundsson í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.
Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir við bæjarráð að það tilnefni tvo fulltrúa úr ráðinu til setu í vinnuhópnum.

Bæjarráð tilnefnir Odd Helga Halldórsson og Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur í vinnuhóp um deiliskipulagsgerðina.