Kirkjugarðar Akureyrar, Naustaborgir - grafreitir 21. aldar

Málsnúmer SN080114

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 14. mars 2012 frá Smára Sigurðssyni þar sem hann f.h. Kirkjugarða Akureyrar, kt. 690169-0619, óskar eftir að tekið verði upp að nýju erindi frá 2007 og 2010 þar sem óskað var eftir svæði í Naustaborgum fyrir nýjan grafreit. Kom Smári á fundinn og kynnti hugmyndir Kirkjugarða Akureyrar.

Skipulagsnefnd þakkar Smára Sigurðssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri mætti f.h. Kirkjugarða Akureyrar í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. október 2012.
Varðar hugmynd um kirkjugarð (grafreit) í Naustaborgum. Smári vill að málið fái farveg innan bæjarkerfisins. Hefur verið í kerfinu í 5 ár en engin niðurstaða enn og við það er Smári ósáttur. Kom fyrst inn til skipulagsnefndar árið 2007. Árið 2009 kemur svar um að málinu sé frestað. Árið 2011 kemur svo inn beiðni um að taka málið aftur upp. Að sögn Smára má reikna með að núverandi garður verði orðinn fullur eftir 15-20 ár en það tekur u.þ.b. 7 ár að undirbúa nýjan kirkjugarð.

Skipulagsnefnd bendir á að í aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er gert ráð fyrir nýjum kirkjugarði norðan Síðubrautar og auk þess er gert ráð fyrir stækkun kirkjugarðs við Lögmannshlíð. Gert er ráð fyrir að við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2005 - 2018 verði stefna málaflokksins endurskoðuð.

Erindinu er því frestað.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar óskar eftir að hugmynd um framtíðarland fyrir grafreit í Naustaborgum verði tekin til málefnalegrar skoðunar. Einnig hefur borist ósk um að greiningarvinna verði unnin fyrir mat á valkostum varðandi staðsetningu.

Skipulagsnefnd frestaði fyrra erindi á fundi sínum 14. nóvember 2012.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og að niðurstöður þeirrar greiningarvinnu liggi til grundvallar vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindi dagsett 7. mars 2016 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar óskar eftir að hugmynd um framtíðarland fyrir grafreit í Naustaborgum verði tekin til málefnalegrar skoðunar. Einnig hefur borist ósk um að greiningarvinna verði unnin fyrir mat á valkostum varðandi staðsetningu. Lögð fram greining dagsett 1. júní 2016. Greininguna vann Ómar Ívarsson hjá Landslagi, sem kynnti hana á fundinum.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari fyrir kynninguna og samþykkir að vísa erindinu í vinnslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.