Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis

Málsnúmer 2010030004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3297. fundur - 01.02.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. janúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu dags. 18. janúar 2011 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Tillagan er unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf, dags. 18. janúar 2011. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 18. janúar 2011. Ómar Ívarsson kynnti tillöguna. Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd óskar eftir að fram komi í greinargerð áætlaður fjöldi gistirýma og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 07.02.2011

Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskar eftir að gert verði ráð fyrir 4 bílastæðum fyrir fatlaða beint fyrir framan fyrirhugaða þjónustumiðstöð. Aðrar athugasemdir ekki gerðar.

Íþróttaráð - 87. fundur - 17.02.2011

Bréf frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar dags. 8. febrúar 2011 þar sem beðið er um umsögn á tillögu að deiliskipulagi Hlíðarfjalls - skíðasvæðisins við Akureyri.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, var auglýst 9. febrúar 2011 með athugasemdafresti til 23. mars 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni.
Ein athugasemd barst.
1) Jóhannes Árnason, dags. 21. mars 2011.
16 umsagnir bárust:
1) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 10. febrúar 2011.
2) Vegagerðin, dags. 23. febrúar 2011.
Önnur umsögn frá Vegagerðinni barst 23. mars 2011.
Þriðja umsögn Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2011.
3) Vetraríþróttamðstöð Íslands, dags. 16. mars 2011.
4) Norðurorka, dags. 23. mars 2011.
5) Umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2011.
6) Íþróttaráð, dags. 17. febrúar 2011.
7) Fornleifavernd ríkisins, dags. 15. desember 2010.
Ný umsögn barst 6. apríl 2011.
8) Eyjafjarðarsveit, dags. 29. mars 2011.
9) Jóhannes M. Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. dags. 6. apríl 2011.
10) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dags. 7. apríl 2011.
11) Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2011.
12) Veðurstofa Íslands, dags. 7. apríl 2011.
13) Skíðafélag Akureyrar, dags. 12. apríl 2011
14) Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
15) Hörgársveit, dags. 15. apríl 2011.
16) Skipulagsstofnun, dags. 1. mars 2011.
Leitað var eftir samþykki sveitarstjórnar Hörgársveitar fyrir því að fella niður deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli. Samþykki hennar liggur fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2011.
Málinu var frestað 18. maí 2011 m.a. vegna þess að snjóflóðahættumat Veðurstofunnar var ekki tilbúið.

Vegna tafa sem hafa orðið á útgáfu snjóflóðahættumats fyrir skíðasvæðið er nauðsynlegt að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að yfirfara innsendar umsagnir ásamt því að gera tillögur um breytingar á tillögunni í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfum frá umsagnaraðilum.

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dagsetta 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dagsett 25. nóvember 2013.
Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf. mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. nóvember 2013:
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dags. 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 25. nóvember 2013.
Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 89. fundur - 14.01.2014

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu deiliskipulagsins.

Íþróttaráð - 144. fundur - 16.01.2014

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 20.01.2014

Erindi dags. 5. desember 2013 frá Margréti Mazmanian Róbertsdóttur þar sem hún f.h. skipulagsdeildar Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um tillögu að deiliskipulagi Hlíðarfjalls sem nú er í auglýsingu.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra lýsir yfir ánægju með tillöguna og gerir engar athugasemdir við hana.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, Íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.

Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.