Hlíðarfjall - deiliskipulag skíðasvæðis

Málsnúmer 2010030004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3297. fundur - 01.02.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. janúar 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu dags. 18. janúar 2011 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.
Tillagan er unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf, dags. 18. janúar 2011. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 18. janúar 2011. Ómar Ívarsson kynnti tillöguna. Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd óskar eftir að fram komi í greinargerð áætlaður fjöldi gistirýma og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 07.02.2011

Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskar eftir að gert verði ráð fyrir 4 bílastæðum fyrir fatlaða beint fyrir framan fyrirhugaða þjónustumiðstöð. Aðrar athugasemdir ekki gerðar.

Íþróttaráð - 87. fundur - 17.02.2011

Bréf frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar dags. 8. febrúar 2011 þar sem beðið er um umsögn á tillögu að deiliskipulagi Hlíðarfjalls - skíðasvæðisins við Akureyri.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, var auglýst 9. febrúar 2011 með athugasemdafresti til 23. mars 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni.

Ein athugasemd barst.
1) Jóhannes Árnason, dags. 21. mars 2011
a) Efasemdir af hans hálfu um að greinargerðin uppfylli kröfur aðalskipulags um upplýsingar. Hann telur að það þurfi mat á umhverfisáhrifum þegar unnið er að skipulagi mannvirkja í Hlíðarfjalli. Mat á áhættu á mengun neysluvatns skortir og mat á umhverfisáhrifum vegna mannvirkja og jarðrasks. Ef ekki verður fallist á að betra mat þurfi á umhverifsáhrifum er farið fram á að tilgreindar verði heimildir um náttúrufar, rannsókna- og athugunarskýrslur um það hvers konar náttúru er verið að tala um. Einnig vantar að fjalla um umsvif á svæðinu og hversu marga skíðaiðkendur það geti borið og nánari útlistun á hvernig svæðið verði notað á sumrin
b) Lagst er gegn því að byggðir verði stakir gistiskálar á svæðinu vegna hættu af veðri og öðrum náttúrulegum atburðum og vegna aukins álags á umhverfið sem fylgir slíkri byggð.
c) Mótmælt er að notast verði við rotþrær á svæðinu vegna hættu á mengun í grunnvatni í nágrenni neysluvatnslinda.

16 umsagnir bárust:
1) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 10. febrúar 2011.
Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir 4 bílastæðum fyrir fatlaða framan við fyrirhugaða þjónustumiðstöð.
2) Vegagerðin, dags. 23. febrúar 2011.
Til að geta gefið umsögn er óskað eftir frekari gögnum um m.a. langhalla vegar frá þeim stað sem hann víkur frá núverandi vegi, beygjuradíusa og nánari útfærslu á tengingum bílastæða við veg.
Önnur umsögn frá Vegagerðinni barst 23. mars 2011.
Ekki er hægt að leggja mat á hvort vegur og tengingar við hann uppfylli kröfur Vegagerðarinnar um bratta og beygjur né hvort umferðaröryggi sé tryggt. Því er lagst gegn umræddri veglínu og tengingum.
Þriðja umsögn Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2011.
Vegagerðinni bárust frekari gögn vegna deiliskipulagsins. Svo virðist sem vegurinn geti uppfyllt kröfur Vegagerðarinnar, þó með fyrirvara um endanlega hönnun. Þó þarf að skoða betur svæðið þar sem efsta bílaplanið tengist inn á veginn og einnig þarf að skoða beygjuna við bílaplanið. Vegagerðin samþykkir því tillöguna með því skilyrði að samráð verði haft um endanlega útfærslu á vegi og tenginga við hann.
3) Vetraríþróttamðstöð Íslands, dags. 16. mars 2011.
a) Óskað er eftir að gamla gönguhúsið fái að standa áfram af öryggisástæðum.
b) Gerð verði skíðaleið sunnan Stromplyftu.
c) Skíðaleið norðan Strýtu verði breikkuð.
d) Snjóframleiðsla í Norðurbakka og einnig við nýja diskalyftu.
e) Lögð er áhersla á að göngu- og skíðastígur frá skíðasvæðinu og niður að Hlíðarenda verði svo langt frá veginum að ekki stafi af slysahætta.
4) Norðurorka, dags. 23. mars 2011.
Þar sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli liggur langt ofan þrýstisvæðis hitaveitu og löng leið er að dreifikerfi hitaveitu þá gætu aðrir kostir verið heppilegri til upphitunar mannvirkja á svæðinu.
5) Umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2011.
Ekki eru gerðar athugasemdir en bent er á að ýtrustu varkárni skal gætt innan vatnsverndarsvæðis. Lagt er til að þjónustuvegum á svæðinu verði lokað fyrir vélknúnum ökutækjum á sumrin til að sporna við utanvegaakstri.
6) Íþróttaráð, dags. 17. febrúar 2011.
Engin athugasemd er gerð.
7) Fornleifavernd ríkisins, dags. 15. des. 2010.
Umsögn á við eldri tillögu en þá sem auglýst var.
Óskað er eftir að fjallað verði um þá fornleifaskráningu sem þegar liggur fyrir. Í framhaldi af því mun Fornleifavernd meta hvort frekari aðgerða sé þörf.
Ný umsögn barst 6. apríl 2011.
Þar sem engin framkvæmd er fyrirhuguð nálægt fornleifum, er engin athugasemd gerð.
8) Eyjafjarðarsveit, dags. 29. mars 2011.
Engin athugasemd er gerð.
9) Jóhannes M. Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. dags. 6. apríl 2011.
Engin athugasemd er gerð.
10) Heilbrigðiseftirlit Noðurlands eystra, dags. 7. apríl 2011.
Vakin er athygli á mengunarhættu sem skapast af umferð snjótroðara og annara vélknúinna farartækja á vatnsverndarsvæði. Skylt er að banna notkun á hættulegum efnum sem mengað geta grunnvatn. Því er mælst til að umferð glussaknúinna snjótroðara verði bönnuð á grannsvæði vatnsbóla í landi Hesjuvalla eða að þar verði eingöngu notaðir snjótroðarar með umhverfisvænum glussaolíum. Um stærð rotþróa og frágang á siturlögnum er vísað til leiðbeininga Umhverfisstofnunar. Skylt er að leita til heilbrigðisfulltrúa varðandi úttekt á rotþróm og siturlögnum.
11) Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2011.
Að mati Umhverfisstofnunar mun skipulagið hafa neikvæð áhrif á gróður, og er mikilvægt að vel verði staðið að uppgræðslu og staðbundnar tegundir notaðar. Umfjöllun skortir um mat á umhverfisáhrifum söfnunarlóna, sem skv. áætlun á að byggja á svæðinu, og eldra lóns sem áætlunin gerir ráð fyrir að verði gert meira að rúmtaki. Umhverfisstofnun bendir einnig á að galvanhúðaðir staurar innihalda þungmálma sem berast út í umhverfið og geta valdið gróðurskemmdum og jafnvel borist í grunnvatn. Ekki kemur fram í greinargerð hvort íblöndunarefni verði notuð við snjóframleiðslu en Umhverfisstofnun telur að varast eigi slík efni m.a. vegna vatnsverndar. Stofnunin ítrekar einnig að þess sé gætt að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.
12) Veðurstofa Íslands, dags. 7. apríl 2011.
Ráðstafarnir þarf að gera vegna snjóflóðahættu með tilkomu "sviflyftu" upp á stallinn neðan Brúnar og jafnvel færa endastöð hennar. Ákjósanlegt væri að verja það svæði og einnig toppstöð núverandi T-lyftu á varanlegan hátt með varnarvikjum. Álit um mögulegar varnir þyrfti að fá hjá sérfræðingum. Virkar aðgerðir, þ.e. kerfisbundnar sprengingar, kæmu einnig til greina. Sérfræðingar þyrftu þá að koma að gerð áætlunar og uppsetningu kerfis. Mælt er með að upphafsstöð fyrirhugaðrar sviflyftu verði færð norðar vegna farvegs mögulegra snjóflóða úr Hlíðarhryggnum.
13) Skíðafélag Akureyrar, dags. 12. apríl 2011
Harmað er að ekki hafi verið haft samráð við SKA á vinnslustigi tillögunnar.
a) Í tillöguninni er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir æfingar eða keppnir, m.a. fyrir lokaðar æfinga- og keppnisbrekkur.
b) Ekki er gert ráð fyrir t.d. start- og markhúsi, áhorfendaaðstöðu og lögnum vegna þessa og sjónvarpsútsendinga.
c) Aðstaðan í Strýtuskála er of lítil. Gera þarf ráð fyrir að stækka skálann mikið eða skilgreina nýjan byggingarreit fyrir skála fyrir SKA.
d) Mikilvægt er að koma fyrir snyrtiaðstöðu við lyftuhús, sérstaklega í Hóla- og Hjallabraut. Ekki er skilgreint aðstöðuhús við nýja stólalyftu.
e) Uppi á Hlíðarfjalli er möguleiki á að koma fyrir sumaræfingasvæði. Tillagan þyrfti að fjalla um aðkomumöguleika vegna nýtingar þess og að umgengnisreglur sem tillagan gerir ráð fyrir taki mið af því.
f) Tillagan þarf að skilgreina skíðaleiðir frá skíðasvæði og að Hlíðarenda og mikilvægt er að þær leiðir séu öruggar og þjónustaðar.
g) Betra væri að staðsetja bílastæði meira miðsvæðis til að skapa heildstætt skíðasvæði. Svæðið, sem hefur verið notað þegar flestir eru í fjallinu, er ætlað fyrir smáhýsi. Aðkoma að gönguskíðasvæði er nánast falin.
h) Útfærsla aðkomuvegar er ekki góð, en kröpp beygja er sett á veginn þar sem mesti snjóþungi er á núverandi leið.
i) Staðsetning barna/byrjendasvæðis er óviðunandi. Fjarlægð frá þjónustuhúsi og bílastæðum er allt of mikil.
j) Ekki eru sýnd bílastæði við hótelreiti. Bílageymslur uppfylla vart bílastæðaþörf starfseminnar.
k) Hámarks hæðarkótar eru of lágir miðað við uppgefinn fjölda hæða.
l) Hvatt er til að aðstaða sé skilgreind fyrir fjallahjól í tillögunni, en svæðið er mikið notað af fjallahjólafólki.
m) Mikilvægt er að Akureyrarbær eignist landið ofan vatnsverndarsvæðis þar sem skíðabrautin liggur eða að gerður sé langtímasamningur um að brautin liggi um land Hesjuvalla.
n) Farið er framá að gamla gönguskíðahúsið fái að vera áfram á sínum stað sem neyðarskýli fyrir skíðafólk.
14) Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
Engin athugasemd er gerð.
15) Hörgársveit, dags. 15. apríl 2011.
Engin athugasemd er gerð.
16) Skipulagsstofnun, dags. 1. mars 2011.
a) Ef markmið sveitarfélagsins er að halda raski í lágmarki, eins og kemur fram í kafla 3.5.2., þá þarf að setja það fram sem skilyrði í skilmálum
b) Í bréfi Skipulagsstofnunar frá 21. október 2010 kemur fram að framkvæmdaraðila beri að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar. Það er nú ítrekað.
c) Ef til er deiliskipulag fyrir diskalyftu sem byggð var 2010 þá þarf að geta þess í kaflanum "Tengsl við aðrar áætlanir".
d) Í kaflanum "Tengsl við aðrar áætlanir" þarf að gera grein fyrir stöðu deiliskipulags fyrir svifbraut frá 2001.
e) Niðurfelling deiliskipulags fyrir svifbraut er háð samþykki Hörgársveitar.
f) Í greinargerð með skipulaginu þarf að gera grein fyrir þeim áætlunum sem verið er að fella úr gildi.
g) Minnt er á ákvæði 9. gr. laga nr. 105/2006 um afgreiðslu áætlunar.

Leitað var eftir samþykki sveitastjórnar Hörgársveitar fyrir því að fella niður deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli. Samþykki hennar liggur fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2011.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, var auglýst 9. febrúar 2011 með athugasemdafresti til 23. mars 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni.
Ein athugasemd barst.
1) Jóhannes Árnason, dags. 21. mars 2011.
16 umsagnir bárust:
1) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 10. febrúar 2011.
2) Vegagerðin, dags. 23. febrúar 2011.
Önnur umsögn frá Vegagerðinni barst 23. mars 2011.
Þriðja umsögn Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2011.
3) Vetraríþróttamðstöð Íslands, dags. 16. mars 2011.
4) Norðurorka, dags. 23. mars 2011.
5) Umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2011.
6) Íþróttaráð, dags. 17. febrúar 2011.
7) Fornleifavernd ríkisins, dags. 15. desember 2010.
Ný umsögn barst 6. apríl 2011.
8) Eyjafjarðarsveit, dags. 29. mars 2011.
9) Jóhannes M. Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. dags. 6. apríl 2011.
10) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dags. 7. apríl 2011.
11) Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2011.
12) Veðurstofa Íslands, dags. 7. apríl 2011.
13) Skíðafélag Akureyrar, dags. 12. apríl 2011
14) Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
15) Hörgársveit, dags. 15. apríl 2011.
16) Skipulagsstofnun, dags. 1. mars 2011.
Leitað var eftir samþykki sveitarstjórnar Hörgársveitar fyrir því að fella niður deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli. Samþykki hennar liggur fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2011.
Málinu var frestað 18. maí 2011 m.a. vegna þess að snjóflóðahættumat Veðurstofunnar var ekki tilbúið.

Vegna tafa sem hafa orðið á útgáfu snjóflóðahættumats fyrir skíðasvæðið er nauðsynlegt að auglýsa deiliskipulagstillöguna aftur samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að yfirfara innsendar umsagnir ásamt því að gera tillögur um breytingar á tillögunni í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfum frá umsagnaraðilum.

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dagsetta 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dagsett 25. nóvember 2013.
Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf. mætti á fundinn og kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3347. fundur - 03.12.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. nóvember 2013:
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dags. 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 25. nóvember 2013.
Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf mætti á fundinn og kynnti tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfisnefnd - 89. fundur - 14.01.2014

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu deiliskipulagsins.

Íþróttaráð - 144. fundur - 16.01.2014

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 5. desember 2013 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hlíðarfjall, skíðasvæði, Akureyri.

Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1. fundur - 20.01.2014

Erindi dags. 5. desember 2013 frá Margréti Mazmanian Róbertsdóttur þar sem hún f.h. skipulagsdeildar Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra um tillögu að deiliskipulagi Hlíðarfjalls sem nú er í auglýsingu.

Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra lýsir yfir ánægju með tillöguna og gerir engar athugasemdir við hana.

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, Íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.

Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagstillagan var auglýst á ný frá 11. desember 2013 til 22. janúar 2014. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Beiðnir um umsagnir voru sendar 16 aðilum.
Umsagnir bárust frá átta aðilum: Norðurorku, Skipulagsstofnun, Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, Skíðafélagi Akureyrar, samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, Hörgársveit, íþróttaráði Akureyrar og Veðurstofu Íslands.
Ein athugasemd barst frá Jóhannesi Árnasyni.
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "Hlíðarfjall, athugasemdir og svör dags. 29.1.2014". Tekið er tillit til umsagnar nr. 8.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.