Blöndulína 3 (220 kv) frá Blöndustöð til Akureyrar - beiðni um umsögn - mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2012030188

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Erindi dags. 15. mars 2012 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar "Blöndulína 3 (220 kv) frá Blöndustöð til Akureyrar". Umsögn óskast send fyrir 18. apríl 2012. Einnig er óskað eftir því að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggi frammi til kynningar fyrir almenning á bæjarskrifstofum Akureyrar frá 21. mars til 3. maí 2012.

Skipulagsnefnd telur umhverfisáhrif af lagningu háspennulínu frá sveitarfélagsmörkun Hörgársveitar og að fyrirhugðu spennivirki við Kífsá ásættanleg en þau eru fyrst og fremst sjónræns eðlis. Einnig telur skipulagsnefnd að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir eftirtöldum atriðum í frummatsskýrslu hvað varðar þann hluta línunnar sem er innan lögsögu Akureyrar:
a. fyrirhugaðri framkvæmd,

b. umhverfi,

c. umhverfisáhrifum,

d. mótvægisaðgerðum.