Brálundur - Miðhúsabraut - kæra

Málsnúmer 2010090089

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Innkominn úrskurður dagsettur 22. mars 2012 frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vegna kæru á ákvörðun bæjarráðs Akureyrar frá 8. júlí 2010 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brálundar og kæra á samþykkt skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 14. september 2011 um að veita leyfi til framkvæmda við að malbika og tengja götuna Brálund við Miðhúsabraut.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun bæjarráðs Akureyrarbæjar frá 8. júlí 2010 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Brálundar og á samþykkt skipulagsnefndar Akureyrarbæjar frá 14. september 2011 um að veita leyfi til framkvæmda við að malbika og tengja götuna Brálund við Miðhúsabraut."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.

Lagt fram til kynningar.

Fylgiskjöl: