Landsskipulagsstefna 2013-2024 - skipulagslýsing og matslýsing vegna umhverfismats

Málsnúmer 2012030117

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Skipulagsstofnun hefur tekið saman lýsingu á gerð landsskipulagsstefnu og umhverfismati sbr. reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011. Stofnunin auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum við lýsinguna á samráðsvettvangi og er hægt að koma athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun til 29. mars 2012.

Skipulagsnefnd telur að lýsingin sé almennt vel unnin og í samræmi við þær áherslur sem kynntar hafa verið í undanfara verkefnisins. Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagningu og áherslurnar sem fram koma í lýsingunni um landsskipulagsstefnuna eða í matslýsingunni um umhverfismatið en þó er tekið undir þau atriði sem fram koma í minnisblaði skipulagsmálanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 13. mars sl.

Skipulagsnefnd telur að tímasetningar samráðsferlisins séu of knappar þar sem gert er ráð fyrir að öllu samráðsferli verði lokið á haustdögum sem getur haft þau áhrif að afrakstur stefnumótunarvinnunnar verði ómarkviss.

Afgreiðslu málsins er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3314. fundur - 29.03.2012

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2012:
Skipulagsstofnun hefur tekið saman lýsingu á gerð landsskipulagsstefnu og umhverfismati sbr. reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011. Stofnunin auglýsir eftir athugasemdum og ábendingum við lýsinguna á samráðsvettvangi og er hægt að koma athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun til 29. mars 2012.
Skipulagsnefnd telur að lýsingin sé almennt vel unnin og í samræmi við þær áherslur sem kynntar hafa verið í undanfara verkefnisins. Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagningu og áherslurnar sem fram koma í lýsingunni um landsskipulagsstefnuna eða í matslýsingunni um umhverfismatið en þó er tekið undir þau atriði sem fram koma í minnisblaði skipulagsmálanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 13. mars sl.
Skipulagsnefnd telur að tímasetningar samráðsferlisins séu of knappar þar sem gert er ráð fyrir að öllu samráðsferli verði lokið á haustdögum sem getur haft þau áhrif að afrakstur stefnumótunarvinnunnar verði ómarkviss.
Afgreiðslu málsins er vísað til bæjarráðs.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Innkomið bréf dagsett 24. september 2012 frá Skipulagsstofnun.
Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 er óskað eftir umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013 - 2024 og umhverfisskýrslu. Gögnin er hægt að nálgast á www.landsskipulag.is.

Skipulagsnefnd leggur áherslu á að í landsskipulagsstefnu 2013 - 2024 verði gert ráð fyrir heilsárs stofnvegum um miðhálendið en að öðru leyti er tekið undir athugasemdir Sambands ísl. sveitarfélaga.