Naustahverfi III. - deiliskipulag - kynning.

Málsnúmer SN080099

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Lögð fram drög að deilskipulagi að 3. áfanga Naustahverfis. Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf. kynnti drögin.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Í bókun umhverfisráðs þ. 13. september 2006 var skipulagsstjóra falið að ganga til samninga við Arkitektastofuna Gylfa Guðjónsson og félaga með Árna Ólafsson í forsvari, um deiliskipulagningu 3. áfanga Naustahverfis reiti 11, 13 og 16 skv. rammaskipulagi. Skipulagsstjóri leggur til að hafin verði vinna á ný við deiliskipulagið þar sem líða fari að því að vöntun verði á lóðum í nokkrum flokkum lóða á svæðinu. Lögð fram drög að deiliskipulagi hverfisins eftir Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf.

Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra að setja vinnu við deiliskipulag svæðisins í gang að nýju.

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Drög að skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga lögð fram, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Staða deiliskipulagsvinnunnar var einnig kynnt.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Haga, dagsetta í nóvember 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn - 3331. fundur - 04.12.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Haga, dags. í nóvember 2012 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 166. fundur - 30.10.2013

Lögð fram tillaga að deilskipulagi 3. áfanga Naustahverfis. Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf. kynnti tillöguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 168. fundur - 27.11.2013

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga Naustahverfis. Árni Ólafsson arkitekt frá Teiknistofu arkitekta ehf. kynnti tillöguna.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti á fundinn kl. 8:22
Skipulagslýsing fyrir Naustahverfi 3. áfanga var auglýst í Dagskránni þann 12. desember 2012. Umsagnir bárust frá:
1) Isavia, dagsett 10. desember 2012.
Ekki er hægt að sjá hæðir húsa á þessu stigi og því er vísað í skipulagsreglur Akureyrarflugvallar um hæðir húsa og hindranalýsingu.
2) Skipulagsstofnun dagsett 19. desember 2012.
Ekki er gerð athugasemd við lýsinguna.
3) Norðurorku dagsett 14. janúar 2013.
Æskilegt er að í greinargerð fyrir nýtt hverfi komi kafli sem fjalli um veitur og veitukerfi. Taka þarf mið að því að lóðir fyrir mannvirki veitna falli vel að öðrum umhverfis- og skipulagsþáttum sbr. upptalningu matsþátta í kafla 4.1 um skipulagsferlið. Minnt er á hugsanlegar skipulagskvaðir vegna lagna veitna sbr. skipulagslög og skipulagsreglugerð.
4) Fornleifavernd, dagsett 21. janúar 2013.
Taka þarf tillit til fornleifa innan skipulagssvæðisins. Æskilegt er að tóftaþyrpingu og garði sunnan Naustagils verði ekki raskað en vegtenging gæti valdið þar raski. Óheimilt er að raska á nokkurn hátt fornleifum nema með leyfi og að uppfylltum skilyrðum Minjastofnunar.
5) Umhverfisstofnun dagsett 21. janúar 2013.
Umhverfisstofnun er hlynt áætlunum um opið svæði upp frá Naustagili og að leitað verði grænna lausna varðandi fráveitukerfi og meðferð ofanvatns. Engar athugasemdir eru gerðar.

Skipulagsstjóri lagði fram drög að tillögu að deiliskipulagi 3ja áfanga Naustahverfis, Hagahverfis. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

Svör við umsögnum við lýsingu:

1) Í greinargerð deiliskipulagsins verður vísað í skipulagsreglur Akureyrarflugvallar um hæðir og hindranalýsingu. Samráð verður haft við ISAVIA um þessi atriði áður en tillagan verður auglýst.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) Samráð verður haft við Norðurorku um lagnakerfi og lóðir undir spenni- og dælustöðvar.

4) Teikningar af minjum í minjaskrá voru lagðar ofan á loftmyndir og færðar á sem réttastan stað á frumstigi skipulagsverkefnisins. Hætta er á að einhverjar minjar komi í ljós við lagningu tengibrautarinnar austan svæðisins og verður því haft náið samráð við Minjavörð Norðurlands eystra áður en og á meðan framkvæmdir standa yfir.

5) Gefur ekki tilefni til svars.

 

Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 172. fundur - 12.02.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 3. áf. Naustahverfis, Hagahverfis, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 12. febrúar 2014. Með tillögunni fylgir hljóðskýrsla frá verkfræðistofunni EFLU dagsett 12. febrúar 2014.
Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Naustahverfi, reit 28, dagsettur 12. febrúar 2014 vegna skörunar á afmörkun skipulaga.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt breytingartillögunni verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3351. fundur - 18.02.2014

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. febrúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 3. áf. Naustahverfis, Hagahverfis, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Deiliskipulagstillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dags. 12. febrúar 2014. Með tillögunni fylgir hljóðskýrsla frá verkfræðistofunni EFLU dags. 12. febrúar 2014.
Einnig er lagður fram breytingaruppdráttur af Naustahverfi, reit 28, dags. 12. febrúar 2014 vegna skörunar á afmörkun skipulaga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt breytingartillögunni verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 178. fundur - 30.04.2014

Tillaga að deiliskipulagi Naustahverfis 3. áfanga ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 og Naustabraut voru auglýstar frá 5. mars með athugasemdarfresti til 13. apríl 2014. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar var auglýst samhliða, sjá málsnr. 2014010276.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, vefsíðu skipulagsdeildar Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir og tvær athugasemdir bárust sem eru í fylgiskjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014".
Einnig barst fundargerð nafnanefndar dagsett 17. mars 2014 þar sem lagðar eru til breytingar frá fyrri tillögu að götunöfnum.

Árni Ólafsson sat fundinn og þakkar nefndin honum fyrir hans yfirferð.

Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014". Tekið er tillit til athugasemdar nr. 1 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Einnig er tekið tillit til breytingartillagna nafnanefndar um götunöfn og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. 

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingartillögu reits 28 og Naustabrautar verði samþykktar og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. apríl 2014:
Tillaga að deiliskipulagi Naustahverfis 3. áfanga ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 og Naustabraut voru auglýstar frá 5. mars með athugasemdafresti til 13. apríl 2014. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar var auglýst samhliða, sjá málsnr. 2014010276.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, vefsíðu skipulagsdeildar Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir og tvær athugasemdir bárust sem eru í fylgiskjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014".
Einnig barst fundargerð nafnanefndar dags. 17. mars 2014 þar sem lagðar eru til breytingar frá fyrri tillögu að götunöfnum.
Árni Ólafsson sat fundinn og þakkar nefndin honum fyrir hans yfirferð.
Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014". Tekið er tillit til athugasemdar nr. 1 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Einnig er tekið tillit til breytingartillagna nafnanefndar um götunöfn og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingartillögu reits 28 og Naustabrautar verði samþykktar og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Fram kom tillaga um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 179. fundur - 14.05.2014

Tillaga að deiliskipulagi Naustahverfis 3. áfanga ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 og Naustabraut var auglýst frá 5. mars með athugasemdafresti til 13. apríl 2014. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar var auglýst samhliða, sjá málsnr. 2014010276.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, vefsíðu skipulagsdeildar Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir og tvær athugasemdir bárust sem eru í fylgiskjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014".
Einnig barst fundargerð nafnanefndar dagsett 17. mars 2014 þar sem lagðar eru til breytingar frá fyrri tillögu að götunöfnum.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar dagsett 2. maí 2014, barst eftir að umsagnartíma lauk þann 16. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 30. apríl 2014.

1) Umhverfisstofnun dagsett 2. maí 2014:
Stofnunin tekur undir að gera þurfi mótvægisaðgerðir vegna hávaða s.s. hljóðmanir meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu svo viðmiðunarmörk náist við húsvegg. Einnig er mikilvægt að viðmiðunarmörk hljóðvistar náist innandyra með öðrum tæknilausnum til mótvægis við umferðarhávaða. Bent er á að hægt væri í upphafi að gera ráð fyrir nægilegri fjarlægð frá byggð að umferðargötum svo ekki þurfi að fara í ofangreindar mótvægisaðgerðir.

Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista lagði fram tillögu um að deiliskipulagstillögunni verði breytt á þann veg, að gerð verði umferðartenging frá Naustabraut inn í Nonnahaga milli lóða nr. 5 og 7 og þar með hugsanlega fella niður lóðir til að ná tengingunni, vegna reynslu frá 1. áfanga Naustahverfis.

Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014". Tekið er tillit til athugasemdar nr. 1 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Einnig er tekið tillit til breytingartillagna nafnanefndar um götunöfn og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. 

Svar við umsögn Umhverfisstofnunar dagsettri 2. maí 2014:
1) Mótvægisaðgerðir eru skilgreindar í hljóðskýrslu til að uppfylla viðmiðunarmörk hljóðvistar á svæðinu með það að leiðarljósi að nýta landið eins og best verður á kosið, ekki síst vegna umhverfissjónarmiða. Til þess að það verði hægt er þörf á hljóðmönum meðfram tengibrautinni. Að öðru leyti gefur umsögnin gefur ekki tilefni til svars.

Svar við tillögu Stefáns Friðriks Stefánssonar:
Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir aðkomu að Hagahverfi á fjórum stöðum, þar af tveimur frá tengibrautinni Naustabraut. Rammskipulag Naustahverfis var haft til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulags Hagahverfis en þar er einungis gert ráð fyrir einni tengingu við Hagahverfi frá Naustabraut. Skipulagstillagan gerir hinsvegar ráð fyrir tengingu við Wilhelmínugötu og við Davíðshaga en fjarlægðin þarna á milli er uþb. 350m. Með því að opna á tengingu á milli Naustabrautar og Nonnahaga mun einbýlishúsalóðum fækka og gæði lóðanna m.a. við Nonnahaga rýrna vegna aukinnar bílaumferðar, auk þess sem nýting safngötunnar Wilhelmínugötu mun minnka. Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á tillöguna.

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingartillögu um reit 28 og Naustabraut verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. maí 2014:
Tillaga að deiliskipulagi Naustahverfis 3. áfanga ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 28 og Naustabraut var auglýst frá 5. mars með athugasemdafresti til 13. apríl 2014. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar var auglýst samhliða, sjá málsnr. 2014010276.
Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, vefsíðu skipulagsdeildar Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun.
Tvær umsagnir og tvær athugasemdir bárust sem eru í fylgiskjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014".
Einnig barst fundargerð nafnanefndar dags. 17. mars 2014 þar sem lagðar eru til breytingar frá fyrri tillögu að götunöfnum.

Bæjarstjórn vísaði málinu þann 6. maí 2014 á ný til skipulagsnefndar þar sem umsögn Umhverfisstofnunar dags. 2. maí 2014, barst eftir að umsagnartíma lauk þann 16. apríl 2014 og eftir afgreiðslu skipulagsnefndar 30. apríl 2014.

1) Umhverfisstofnun dags. 2. maí 2014:
Stofnunin tekur undir að gera þurfi mótvægisaðgerðir vegna hávaða s.s. hljóðmanir meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu svo viðmiðunarmörk náist við húsvegg. Einnig er mikilvægt að viðmiðunarmörk hljóðvistar náist innandyra með öðrum tæknilausnum til mótvægis við umferðarhávaða. Bent er á að hægt væri í upphafi að gera ráð fyrir nægilegri fjarlægð frá byggð að umferðargötum svo ekki þurfi að fara í ofangreindar mótvægisaðgerðir.

Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista lagði fram tillögu um að deiliskipulagstillögunni verði breytt á þann veg, að gerð verði umferðartenging frá Naustabraut inn í Nonnahaga milli lóða nr. 5 og 7 og þar með hugsanlega fella niður lóðir til að ná tengingunni, vegna reynslu frá 1. áfanga Naustahverfis.
Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Hagar deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 30.4.2014". Tekið er tillit til athugasemdar nr. 1 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum. Einnig er tekið tillit til breytingartillagna nafnanefndar um götunöfn og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum.

Svar við umsögn Umhverfisstofnunar dags. 2. maí 2014:
1) Mótvægisaðgerðir eru skilgreindar í hljóðskýrslu til að uppfylla viðmiðunarmörk hljóðvistar á svæðinu með það að leiðarljósi að nýta landið eins og best verður á kosið, ekki síst vegna umhverfissjónarmiða. Til þess að það verði hægt er þörf á hljóðmönum meðfram tengibrautinni. Að öðru leyti gefur umsögnin ekki tilefni til svars.

Svar við tillögu Stefáns Friðriks Stefánssonar:
Samkvæmt deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir aðkomu að Hagahverfi á fjórum stöðum, þar af tveimur frá tengibrautinni Naustabraut. Rammaskipulag Naustahverfis var haft til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulags Hagahverfis en þar er einungis gert ráð fyrir einni tengingu við Hagahverfi frá Naustabraut. Skipulagstillagan gerir hinsvegar ráð fyrir tengingu við Wilhelmínugötu og við Davíðshaga en fjarlægðin þarna á milli er uþb. 350m. Með því að opna á tengingu á milli Naustabrautar og Nonnahaga mun einbýlishúsalóðum fækka og gæði lóðanna m.a. við Nonnahaga rýrna vegna aukinnar bílaumferðar, auk þess sem nýting safngötunnar Wilhelmínugötu mun minnka. Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á tillöguna.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingartillögu um reit 28 og Naustabraut verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu um auglýsingu lóða í 1. framkvæmdaáfanga Hagahverfis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við gatnagerð verði lokið á haustdögum 2015 og ættu því lóðirnar að vera byggingarhæfar þá.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsstjóra að auglýsa lóðirnar frá og með 4. maí 2015. Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.