Draupnisgata 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016020255

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um leyfi til breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar vegna viðbyggingar við húsið nr. 5 við Draupnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson sem sýna fyrirhugaða viðbyggingu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Draupnisgötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tvær tillögur eru lagðar fram, A og B, dagsettar 13. apríl 2016 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga B verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3391. fundur - 19.04.2016

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. apríl 2016:

Erindi dagsett 29. febrúar 2016 þar sem Þorgeir Jóhannesson f.h. Dekkjahallarinnar ehf., kt. 520385-0109, sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Draupnisgötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. mars 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tvær tillögur eru lagðar fram, A og B, dagsettar 13. apríl 2016 og unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga B verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Tekin til afgreiðslu tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar vegna viðbyggingar við húsið nr. 5 við Draupnisgötu.

Skipulagstillagan var auglýst frá 4. maí með athugasemdafresti til 15. júní 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.