Norðurgata, Glerárgata - undirskriftalisti vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda

Málsnúmer 2016020167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 223. fundur - 24.02.2016

Erindi afhent bæjarstjóra 15. febrúar 2016 þar sem Markus Meckl sendir inn undirskriftalista vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda í Norðurgötu og Glerárgötu sunnan Grænugötu.
Skipulagsnefnd vísar erindinu hvað varðar Norðurgötu í skipulagsvinnu Oddeyrar.

Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að ræða við framkvæmdadeild um úrræði vegna þverunar Glerárgötu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að upplýsa lögreglu um innkomið bréf.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi afhent bæjarstjóra 15. febrúar 2016 þar sem Markus Meckl sendir inn undirskriftalista vegna gangbrauta og aðgengis gangandi vegfarenda í Norðurgötu og Glerárgötu sunnan Grænugötu.
Stefnt er að í samráði við Vegagerðina að setja upp umferðarljós á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu í haust. Samhliða því verða núverandi gangbrautarljós tekin niður.

Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótum Glerárgötu/Grænugötu sem mun draga enn frekar úr hraðanum.