Rimasíða - opna götuna yfir í Austursíðu

Málsnúmer 2016020148

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Á fundi sínum þann 18. febrúar 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 11. febrúar 2016.

Liður 6 úr fundargerð, Rimasíða - opna götuna yfir í Austursíðu:

Sigríður Lovísa Björnsdóttir, kt. 031071-5429, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða hvort það sé möguleiki að opna Rimasíðuna yfir í Austursíðu.

Íbúar í Reykjasíðu hafa farið í þrígang og borið út miða í raðhúsin í Rimasíðunni og bent á að Reykjasíðan sé 30 km gata. Sigríður vill meina að það séu íbúar Rimasíðunnar sem keyri hratt og glannalega í gegnum götuna til að komast í Rimasíðuna. Gangstéttir jafnvel ekki ruddar vegna snjómagns og krakkarnir ganga þá á götunni og bílarnir keyra jafnvel á 70 km hraða. Vill að opnað verði frá Rimasíðu yfir í Austursíðu. Gerir sér grein fyrir að þarna er spennistöð fyrir þannig að erfitt er að opna þetta beint. En vill að það sé skoðað hvort ekki sé hægt að fara aðeins framhjá spennistöðinni. Plássið er ekki mikið en spurning hvort hægt sé að gera smá leið sem væri aðeins fyrir íbúana en ekki endilega opinber vegur. Engar hraðahindranir eða þrengingar eru í götunni.
Frestað.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Á fundi sínum þann 18. febrúar 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 11. febrúar 2016.

Liður 6 úr fundargerð, Rimasíða - opna götuna yfir í Austursíðu:

Sigríður Lovísa Björnsdóttir, kt. 031071-5429, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða hvort það sé möguleiki að opna Rimasíðuna yfir í Austursíðu.

Íbúar í Reykjasíðu hafa farið í þrígang og borið út miða í raðhúsin í Rimasíðunni og bent á að Reykjasíðan sé 30 km gata. Sigríður vill meina að það séu íbúar Rimasíðunnar sem keyri hratt og glannalega í gegnum götuna til að komast í Rimasíðuna. Gangstéttir jafnvel ekki ruddar vegna snjómagns og krakkarnir ganga þá á götunni og bílarnir keyra jafnvel á 70 km hraða. Vill að opnað verði frá Rimasíðu yfir í Austursíðu. Gerir sér grein fyrir að þarna er spennistöð fyrir þannig að erfitt er að opna þetta beint. En vill að það sé skoðað hvort ekki sé hægt að fara aðeins framhjá spennistöðinni. Plássið er ekki mikið en spurning hvort hægt sé að gera smá leið sem væri aðeins fyrir íbúana en ekki endilega opinber vegur. Engar hraðahindranir eða þrengingar eru í götunni.

Skipulagsdeild óskaði eftir umsögn framkvæmdadeildar og hraðamælingu í götunni og umsögn Norðurorku sem barst 17. mars 2016.

Gróflega áætlaður kostnaður við gatnagerð er 3 milljónir og vegna færslu spennistöðvar 25 milljónir.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem kostnaður við opnun götunnar út í Austursíðu er mikill og mældur umferðarhraði í Reykjasíðu er ekki það mikill að hann réttlæti þann kostnað.