Hafnarstræti 97 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 3. mars 2016 frá Árna Árnasyni þar sem hann fyrir hönd eiganda efstu hæða Hafnarstrætis 97, Viðhalds og Nýsmíða ehf., kt. 431194-2879, óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um breytingu á Hafnarstræti 97. Breytingin felst í því að byggð yrði ein hæð ofan á núverandi byggingu.
Skipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið m.a. með hliðsjón af bílastæðamálum.

Skipulagsnefnd - 234. fundur - 01.06.2016

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Árni Árnason f.h. Viðhalds og nýsmíði ehf., kt. 431194-2879, er með fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 97 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd tók neikvætt í erindið á fundi 9. mars 2016 m.a. vegna bílastæðamála. Árni kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar betur fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna og frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Árni Árnson fyrir hönd Viðhalds og Nýsmíðar ehf., kt. 431194-2879, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 97 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd tók neikvætt í erindið á fundi 9. mars 2016, m.a. vegna bílastæðamála. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 1. júní 2016.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem hækkun hússins samræmist ekki hlutföllum og yfirbragði aðliggjandi byggðar við Gilsbakkaveg og Oddagötu.