Þingvallastræti 25 - fyrirspurn um viðbyggingu og breytingu á notkun bílgeymslu

Málsnúmer 2016020258

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Erindi dagsett 25. febrúar 2016 þar sem Arnar Þór Jónsson spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að breyta bílskúr við Þingvallastræti 25 í íbúðarrými og loka bili milli húss og bílgeymslu með glerbyggingu. Lögð var fram umsögn skipulagsstjóra um erindið.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það er í ósamræmi við byggingarlistastefnu Akureyrar þar sem segir m.a.:

"Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingarlistrænt eða menningarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt verði að hvert tímabil byggingarsögunnar eigi sér fulltrúa í bæjarmyndinni."