Umhverfis- og mannvirkjaráð

127. fundur 08. nóvember 2022 kl. 08:15 - 11:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Ingimar Eydal
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Ingimar Eydal B-lista mætti í fjarveru Gunnars Más Gunnarssonar.

1.Hlíðarfjall - vélaskemma

Málsnúmer 2022110166Vakta málsnúmer

Kynning dagsett 8. nóvember 2022 vegna vélaskemmu í Hlíðarfjalli.

Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.

2.Félagssvæði KA - stúka og félagsaðstaða

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Ingólfur Freyr Guðmundsson frá Kollgátu akritektastofu kynnti hönnun á framkvæmdum á keppnisvelli og stúku við félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

3.Félagssvæði KA - stúka og félagsaðstaða

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 3. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í burðarþols- lagna- loftræsti- rafmagns og fjarskiptahönnun á stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í hverjum flokki.

4.Félagssvæði KA - stúka og félagsaðstaða

Málsnúmer 2022110164Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 3. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í flóðlýsingu á nýjan keppnisvöll á félagssvæði KA.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboði í flóðlýsingu.

5.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Viðhaldsáætlun 2023 lög fram til kynningar vegna gatna og stíga ásamt fasteignum Akureyrarbæjar og leiguíbúðum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

6.Umhverfismiðstöð - reglubundin endurnýjun tækja 2022

Málsnúmer 2021040823Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 2. nóvember 2022 vegna opnunar tilboða í litla og stóra dráttarvél ásamt vinnuflokkabíl fyrir umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir með fjórum atkvæðum að taka tilboði í vinnuflokkabíl en frestar afgreiðslu annarra tilboða.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista sat hjá.

7.Reiðvegir - beiðni um lagfæringar

Málsnúmer 2022100351Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. október 2022 vegna beiðni um lagfæringar á reiðleiðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

8.Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 2 dagsett í október 2022 vegna 1. áfanga verksins, Holtahverfi norður.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

9.Verklagsreglur um framkvæmdir í landi Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2022110165Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur Akureyrarbæjar vegna yfirborðsfrágangs í bæjarlandinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

10.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Eignfærsluáætlun 2023-2026 lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

11.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Kynning á stöðunni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:00.