Umhverfis- og mannvirkjaráð

133. fundur 21. febrúar 2023 kl. 08:15 - 11:55 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Anton Bjarni Bjarkason áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hildur Brynjarsdóttir D-lista sat fundinn í fjarveru Þórhalls Harðarsonar.
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í fjarveru Jóns Hjaltasonar.

1.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Sævar Freyr Sigurðsson ráðgjafi Akureyrar vegna útboðs sveitarfélagsins í hirðu úrgangs við heimili, rekstur grendargáma og gámasvæðis og hélt kynningu. Hann kynnti mögulegar leiðir sem bærinn getur farið með mismunandi áherslum og þá sérstaklega varðandi hirðu úrgangs við heimili. Kynntar voru nálganir sem byggja á þeim kerfum sem sveitarfélagið er nú þegar með í notkun en með mikið breyttum áherslum. Þær áherslubreytingar geta leitt af sér töluverða hagræðingu fyrir sveitarfélagið og íbúa ásamt því að draga verulega úr sjónrænum áhrifum af lögbundinni aukningu á söfnun úrgangs við heimili.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að nýju kerfi með tvær tvískiptar tunnur fyrir hverja íbúð sem grunn, en þróa jafnframt valmöguleika um fjargáma fyrir íbúðaþyrpingar.

2.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Vakin er athygli á að umsagnarfrestur um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi liggur fyrir á vefsíðu Akureyrarbæjar. Umsagnarfrestur rennur út 31. mars 2023.

https://www.akureyri.is/is/auglysingar/svaedisaaetlun-um-medhondlun-urgangs-a-nordurlandi

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

3.Síðuskóli - lóð

Málsnúmer 2023020428Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2023 vegna verðfyrirspurnar á leiktækjum á lóð Síðuskóla.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verðtilboði að upphæð kr. 46 milljónir í leiktæki frá Leiktækjum og sport ehf. verði tekið og einnig keyptur körfuboltavöllur að upphæð kr. 10,5 milljónir.

4.Leikskólapláss - framkvæmdir

Málsnúmer 2023010584Vakta málsnúmer

Umræður um þær lausnir sem í boði eru á því að auka húsnæði undir leikskóla á Akureyri.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

5.Hlíðarfjall - vélaskemma

Málsnúmer 2022110166Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2023 vegna útboðs á framkvæmdum við nýbyggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að stálgrind, jarðvegsvinna og uppsteypa verði auglýst í opnu útboði.

6.Hafnarstræti 16

Málsnúmer 2021081099Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2023 vegna útboðs á framkvæmdum við nýbyggingu og endurgerð á Hafnarstræti 16.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkefnið verði auglýst í opnu útboði.

7.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 16. febrúar 2023 varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Leiruvegi.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að verkefnið verði auglýst í opnu útboði.

8.Óshólmanefnd 2022 - 2026

Málsnúmer 2022080342Vakta málsnúmer

Fundargerðir óshólmanefndar dagsettar 28. mars 2022, 30. nóvember 2022 og 7. desember 2022 lagðar fram til kynningar.

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/Osholmanefnd
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að unnið verði minnisblað um þær aðgerðir sem farið hefur verið í á síðastliðnum tveimur árum varðandi endurheimt votlendis á óshólmasvæðinu við Brunná og hvort fyrirhugaðar séu frekari aðgerðir.

Fundi slitið - kl. 11:55.