Bæjarstjórn

3531. fundur 20. júní 2023 kl. 16:00 - 17:05 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
 • Heimir Örn Árnason
 • Hlynur Jóhannsson
 • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
 • Brynjólfur Ingvarsson
 • Gunnar Már Gunnarsson
 • Andri Teitsson
 • Hilda Jana Gísladóttir
 • Hulda Elma Eysteinsdóttir
 • Þórhallur Jónsson
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
 • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
 • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Þórhallur Jónsson D-lista sat fundinn í forföllum Láru Halldóru Eiríksdóttur.

1.Kosning nefnda, breytingar í nefndum og fræðsla nefndarmanna 2022-2026

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í kjörstjórn. Júlí Ósk Antonsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Hannesínu Scheving.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn - áætlun um fundi 2023

Málsnúmer 2022060869Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 2023:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2023 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Græni trefillinn - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023030017Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. júní 2023:

Lögð fram endurskoðuð tillaga Landslags teiknistofu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um stækkun skógræktar- og landgræðslusvæðis SL7 (Græni trefillinn). Fyrirhuguð stækkun telur 8 ha og nær til svæðis sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem óbyggt svæði. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. mars sl. Þá var sótt um stækkun SL7 um 15 ha. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umhverfis- og mannvirkjasvið um nánari útfærslu tillögunnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati bæjarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða aðlögun græna trefilsins sem umlykur bæinn að nýju Móahverfi með því markmiði að skapa heildstætt kerfi skóglendis með útivistaraðstöðu og gönguleiðum.

4.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. júní 2023:

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Torfunefsbryggju lauk þann 14. maí sl. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð leggur áherslu á að áður en til auglýsingar kemur verði samráð haft við Vegagerðina varðandi innkomnar ábendingar.

Þórhallur Jónsson kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Landsnet - kerfisáætlun 2023-2032

Málsnúmer 2023060501Vakta málsnúmer

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. júní 2023:

Erindi Landsnets dagsett 11. maí 2023 þar sem minnt er á að Kerfisáætlun Landsnets ásamt framkvæmdaáætlun og umhverfisskýrslu er í opnu umsagnarferli til 30. júní nk.

Skipulagsráð vísar umsögn um kerfisáætlun til umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða umsögn og felur skipulagsfulltrúa að senda hana inn.

6.Mannréttindastefna - 2023-2027

Málsnúmer 2022100707Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi tillögu: Fjölmenningarráð verði sett á laggirnar hjá Akureyrarbæ, sem veitir bæjarstjórn, nefndum og ráðum Akureyrarbæjar ráðgjöf um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur.

Greidd voru atkvæði um tillögu Hildu Jönu Gísladóttur, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur. Tveir greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var felld. Bæjarráð samþykkir að vísa nýrri mannréttindastefnu Akureyrarbæjar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð bókar: Akureyrarbær mun hefja formlega innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árinu 2024 og málefninu er því vísað til næstu fjárhagsáætlunargerðar. Rétt er að taka fram að þegar er unnið að lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun umhverfis- og loftslagstefnunnar sem hafa heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Bæjarráð felur einnig bæjarstjóra að meta það hversu mikið fjármagn og starfskraft þarf til þess að fylgja þessu verkefni eftir.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja fram eftirfarandi bókun: Við teljum mikilvægt að stofnað verði fjölmenningarráð til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla á á flestum sviðum samfélagsins og gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir og Heimir Örn Árnason.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jóspesdóttir V- lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við ítrekum þá afstöðu okkar að við teljum mikilvægt að stofnað verði fjölmenningarráð til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla eftir á flestum sviðum samfélagsins sem og að gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku sveitarfélagsins.

7.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Liður 12 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja. Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Liður 13 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á meðhöndlun úrgangs, lagðar fram samþykktir um meðhöndlun úrgangs og lagt fram leiðbeiningarit um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Akureyri og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlagðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Akureyri til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Er nú lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti drög að samþykktinni á fundi sínum 3. maí sl. og umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar þann 6. júní sl.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 8. júní 2023
Bæjarráð 15. júní 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 5. júní 2023
Skipulagsráð 14. júní 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 6. júní 2023
Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:05.