Umhverfis- og mannvirkjaráð

137. fundur 18. apríl 2023 kl. 08:15 - 11:20 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hildur Brynjarsdóttir D-lista mætti í fjarveru Þórhalls Harðarsonar.

1.Reglubundið eftirlit með brunavörnum 2023-2025

Málsnúmer 2023030205Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 31. mars 2023 varðandi opnun tilboða á eftirliti með brunaviðvörunarkerfum í stofnunum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Nortek ehf. að upphæð kr. 6.867.940.

2.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í göngu- og hjólastíg frá Drottningarbraut að Leirubrú og vigtarplan.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá G.Hjálmarssyni hf. að upphæð kr. 172.188.013.

3.Kjarnavegsstígur að Hömrum

Málsnúmer 2023030864Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í göngustíg meðfram Kjarnavegi frá gatnamótum við Wilhelmínugötu suður að vegi að Hömrum, auk yfirborðsfrágangs og malbikunar m.a. meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Nesbræðrum ehf. að upphæð kr. 57.126.000.

4.Hlíðarfjall - vélaskemma

Málsnúmer 2022110166Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í jarðvegsskipti og uppsteypu vegna nýbyggingar vélageymslu í Hlíðarfjalli.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði í uppsteypu og lagnir frá Byggingarfélaginu Hyrnu ehf. að upphæð kr. 115.540.704 og í jarðvinnu frá G. Hjálmarssyni hf. að upphæð kr. 22.377.300.

5.Minnisblað vegna leikskólarýma vor 2023

Málsnúmer 2023031120Vakta málsnúmer

Máli vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá fræðslu- og lýðheilsuráði.

Lagt fram minnisblað dagsett 21. mars 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla og framkvæmda í Krógabóli. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdirnar verði eignfærðar og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna framkvæmdanna. Auk þess óskar fræðslu- og lýðheilsuráð að nýta mögulegt svigrúm í búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir stofnbúnaði við að setja upp leikskóladeildir í Síðuskóla og Oddeyrarskóla.

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 vegna leikskóladeilda í Síðuskóla og Oddeyrarskóla, framkvæmdir og kostnaður við breytingar á leikskólum vegna inntöku yngri barna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir í og við Oddeyrarskóla og Síðuskóla og breytingar á nokkrum leikskólum vegna inntöku 12 mánaða barna. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar eru kr. 176 milljónir. Kostnaðurinn skiptist þannig að 31 milljón fer af viðhaldi fasteigna, 14 milljónir af götum og stígum vegna bifreiðastæða, 25 milljónir úr stofnbúnaðarsjóði og 106 milljónir í framkvæmdaáætlun.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að sækja um viðauka í framkvæmdaáætlun til bæjarráðs að upphæð 106 milljónir og skiptist hann svona, Síðuskóli kr. 39 milljónir, Oddeyrarskóli kr. 44 milljónir og breytingar á fjórum leikskólum kr. 23 milljónir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að kr. 25 milljónir fari af framkvæmdaáætlun af liðnum stofnbúnaður í aðalsjóði.

6.Sjafnarnes - gatnagerð

Málsnúmer 2022030960Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2023 varðandi framhald gatnagerðar í Sjafnarnesi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

7.Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1

Málsnúmer 2023030859Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 13. apríl 2023 vegna útivistarstígs í gegnum Langamel. Samhliða framkvæmdum við stígagerð í og umhverfis Móahverfi er óskað eftir leyfi til að leggja útivistarstíg þvert yfir Langamel.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í stígagerðina í sátt við umhverfið og með lágmarks röskun á Langamel.

8.Blómsturvellir - beiðni um umsögn vegna leyfis til að setja upp litboltavöll í landi Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023031825Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2023 frá skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar vegna umsóknar til að setja upp litboltavöll á Blómsturvöllum sem er í landi Akureyrarbæjar.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í málefnið með fyrirvara um að rekstraraðli gangi frá samningi við Akureyrarbæ áður en litboltavöllurinn verður settur upp.

9.Glerárgil - Zip lína samningur við rekstraraðila

Málsnúmer 2022060950Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka við samning við Zipline Akureyri ehf. varðandi nýtingu á framlengingarákvæði samnings um leigu á hluta húsnæðis við Þingvallastræti 50.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samningsákvæðið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að skrifa undir viðauka þess efnis.

10.Umsóknir í orkusjóð

Málsnúmer 2023040395Vakta málsnúmer

Umsóknir umhverfis- og mannvirkjasviðs um styrki í orkusjóð lagðar fram til kynningar. Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt.

11.Ráðhús - viðhaldsáætlun

Málsnúmer 2023040413Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 14. apríl 2023 vegna viðhaldsáætlunar ráðhúss 2023-2026.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur einboðið að ráðast strax í brýnustu endurbætur á ráðhúsi vegna flóttaleiða og rakavandamála samanber skýrslu frá Mannviti. Frekari endurbætur á ráðhúsi þurfa að skoðast í samhengi við viðhaldsþörf á skrifstofum bæjarins í Glerárgötu og þá meginhugmynd að byggja við ráðhús og sameina skrifstofur Akureyrarbæjar á einum stað.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar sl. haust að fella út af framkvæmdaáætlun endurbætur og viðbyggingu við ráðhúsið er nú fallin um sjálfa sig á innan við hálfu ári miðað við þá mynd sem dregin er upp í þessu máli. Sú framkvæmd hefði haft í för með sér hagræðingu og sparnað til lengri tíma og ákjósanlegur kostur í núverandi efnahagsástandi og afar óheppilegt að fallið hafi verið frá henni.

12.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Sævar Freyr Sigurðsson ráðgjafi Akureyrarbæjar vegna útboðs sveitarfélagsins í hirðu úrgangs við heimili, rekstur grendargáma og gámasvæðis fór yfir stöðu útboðsins. Farið sérstaklega yfir útboð á ílátum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:20.