Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2022030389

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Lögð fram fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 2. mars 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra um að Akureyrarbær ætti að kanna hvort fært er að koma á samstarfi um rekstur dýraathvarfs í heppilegu húsnæði, enda um að ræða þarfa þjónustu að ræða og varðar skyldur og þjónustu sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3776. fundur - 04.08.2022

Lagðar fram fundargerðir 224. og 225. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsettar 11. maí og 30. júní 2022
Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 225. fundar til umhverfis- og mannvirkjasviðs og liðnum önnur mál til þjónustu- og skipulagssviðs. Bæjarráð þakkar fráfarandi framkvæmdastjóra Alfreð Schiöth fyrir vel unnin störf.