Bæjarráð

3763. fundur 17. mars 2022 kl. 08:15 - 12:27 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2022

Málsnúmer 2022030504Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögu að breyttu fyrirkomulagi atvinnuátaks fyrir 18-25 ára sumarið 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að vinna málið áfram.

2.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar 2022

Málsnúmer 2022030436Vakta málsnúmer

Umfjöllun um fyrirkomulag veitingar jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að uppfæra reglur um jafnréttisviðurkenningar bæjarins og auglýsa eftir tilnefningum.

3.Kauptilboð í landskika til stækkunar á Hálöndum

Málsnúmer 2022030474Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2022 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. Hálanda ehf. leggur fram kauptilboð með fyrirvara í 26 ha landspildu úr landi Lögmannshlíðar. Uppdráttur fylgir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu. Jafnframt felur bæjarráð formanni bæjarráðs, formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.

4.SS-leiguíbúðir ehf. - ósk um lóðir fyrir fjölbýlishús með 200 leiguíbúðum

Málsnúmer 2022030475Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2022 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. SS Leiguíbúða ehf. óskar eftir lóðum fyrir fjölbýlishús, miðsvæðis á Akureyri, undir 200 leiguíbúðir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur formanni bæjarráðs, formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.

5.Brynja, Hússjóður Öryrkjabandalagsins - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2022030528Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2022 frá Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra Brynju, Hússjóðs Öryrkjabandalagsins þar sem kynnt eru áform sjóðsins um uppbyggingu leiguíbúða á Akureyri á næstu árum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar áformum félagsins um fjölgun íbúða til handa öryrkjum með sjálfstæða búsetu og áréttar að félagið á þegar vilyrði af hálfu Akureyrarbæjar fyrir stofnframlögum vegna sex íbúða. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við bréfritara.

6.Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. mars 2022:

Þann 14. ágúst 2021 var lóðin Skarðshlíð 20 auglýst laus til úthlutunar í tengslum við auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Bárust tillögur frá þremur aðilum þar sem gert var ráð fyrir heilsugæslu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum ásamt hluta bílastæða í bílakjallara. Nú liggur fyrir að unnið er að undirbúningi norðurstöðvar heilsugæslu í Sunnuhlíð 12 og eru forsendur auglýsingar lóðarinnar því brostnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðin Skarðshlíð 20 verði auglýst að nýju og hún boðin út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Er lagt til að sett verði lágmarksboð í byggingarréttinn að upphæð a.m.k. 60 milljónir króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að Skarðshlíð 20 verði úthlutað með útboði þar sem gert er ráð fyrir 60 millljóna króna lágmarksboði og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá útboðsskilmálum.

7.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030533Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun reglna um úthlutun lóða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, bæjarlögmanni, skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun lóða í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð 7. apríl nk.

8.Reglur Akureyrarbæjar um stofnframlög - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030542Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun reglna bæjarins um stofnframlög til byggingar leiguíbúða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna að endurskoðun á reglum um stofnframlög og leggja fyrir bæjarráð 7. apríl nk.

9.SSNE - Samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4

Málsnúmer 2022021191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2022 þar sem Eyþór Björnsson f.h. SSNE kynnir tillögu að samkomulagi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um kynningarmál. Lögð er fram tillaga að kostnaðarskiptingu.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 3. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn SSNE vegna málsins.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

10.Þekkingarvörður ehf. - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022021321Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Þekkingarvarða dagsett 2. mars 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

11.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022030428Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 10. mars 2022 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 21. mars 2022 kl. 14:00 í Stássinu/Greifanum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

12.Aðfanga- og vörslustefna um einkaskjalasöfn í Héraðsskjalasafninu á Akureyri

Málsnúmer 2022030496Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að aðfanga- og vörslustefnu um einkaskjalasöfn í Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir stefnuna með fimm samhljóða atkvæðum.

13.Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2022030523Vakta málsnúmer

Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dagsett 9. mars 2022 þar sem leitað er eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks sem leitar hingað til lands vegna stríðsátaka.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun velferðarráðs frá fundi 16. mars sl.:

Akureyrarbær hefur mikla reynslu af móttöku flóttamanna og hefur m.a. tekið þátt í verkefni á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í að þróa samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi. Fjöldi einstaklinga leitar nú skjóls vegna stríðsátaka og Akureyrarbær hefur lýst yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og er reiðubúinn að taka á móti fólki frá Úkraínu. Velferðarráð hvetur íbúa Akureyrar hafi þeir viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk að senda umsókn á vefsíðuna https://www.mcc.is/is/ukraine sem finna má á vef Fjölmenningarseturs.

14.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsett 2. mars 2022.
Bæjarráð tekur undir bókun heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra um að Akureyrarbær ætti að kanna hvort fært er að koma á samstarfi um rekstur dýraathvarfs í heppilegu húsnæði, enda um að ræða þarfa þjónustu að ræða og varðar skyldur og þjónustu sveitarfélaga.

15.SSNE - ársþing 2022

Málsnúmer 2022030526Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 11. mars 2022 frá framkvæmdastjóra SSNE þar sem boðað er til ársþings samtakanna 8. og 9. apríl nk. á Fosshóteli Húsavík.

16.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022030499Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 11. mars 2022 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 15:00 á Hótel Hilton Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Jafnframt verður hægt að mæta á fundinn með rafrænum hætti.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

17.Frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál

Málsnúmer 2022030388Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. mars 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0057.pdf

18.Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál

Málsnúmer 2022030456Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. mars 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0594.pdf

19.Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál

Málsnúmer 2022030459Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. mars 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0595.pdf

Fundi slitið - kl. 12:27.