Bæjarráð

3821. fundur 05. október 2023 kl. 08:15 - 11:53 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026 - viðauki

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 að fjárhæð 182,8 m.kr. með fjórum atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Viðaukinn er tilkominn vegna aukinnar fjárheimildar vegna NPA þjónustu og aukins viðhalds Fasteigna Akureyrarbæjar.



Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

2.Eignakaup vegna skipulags 2023

Málsnúmer 2023090513Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð vegna eignarinnar Naust 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í eignina Naust 2 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá kaupunum.

3.Viðauki vegna stuðnings- og stoðþjónustu

Málsnúmer 2023090453Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 27. september 2023:

Lögð fram til samþykktar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun stuðningsþjónustu og stoðþjónustu um kr. 29.428.000 vegna ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram svofellda tillögu:

Að fjársýslusviði verði falið, ásamt sviðsstjóra velferðarsviðs, að greina þann kostnaðarauka sem hefur orðið á stuðningsþjónustunni á árinu og leggja fyrir bæjarráð.
Greidd voru atkvæði um tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur sem var samþykkt samhljóða.


Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Stuðningsþjónustan hefur verið umtalsvert yfir fjárhagsáætlun á árinu. Ég velti því fyrir mér hvort sveitarfélagið sé að taka á sig auknar byrðar vegna myglu á Hlíð og að sinna þjónustu sem ætti að vera á höndum ríkisins eða tilkomin vegna einstaklinga sem annars hefðu átt að fá þjónustu á hjúkrunarheimili. Ég hef sent fyrirspurn vegna þessa oftar en einu sinni á árinu og fengið þau svör að talið sé að hluti af kostnaðaraukanum sé vegna plássleysis á Hlíð. Ég tel því eðlilegt að í gangi ætti að vera samtal milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytis um kostnaðarskiptingu á þeirri auknu þjónustu sem Akureyrarbær veitir meðan á viðgerðum stendur á Hlíð. Í framhaldinu þarf að skoða vel kostnaðarskiptingu almennt á þjónustu við aldrað fólk þar sem æ fleiri kjósa að búa lengur heima. Eðlilega þýðir það aukna kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna við málaflokk aldraðra þar sem sú þjónusta fer ekki alfarið fram hjá heimahjúkrun.

4.Mannuðssvið - starfsáætlun 2024

Málsnúmer 2023090052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2024.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða starfsáætlun mannauðssviðs fyrir árið 2024.

5.Jöfnun launa á milli markaða

Málsnúmer 2023090974Vakta málsnúmer

Umfjöllun um framkvæmd bókunar um jöfnun launa milli markaða.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra mannauðssviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2023090997Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2023020025Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að könnun á fýsileika þess að sameina starfsemi Iðnaðarsafnsins og Minjasafnsins á Akureyri.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála mættu á fundinn og fóru yfir stöðu vinnunnar og næstu skref.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir fór af fundi kl. 10:17.

8.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2023 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefni Flugklasans Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2024-2026).

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum svofellda bókun:

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 27. október 2022 að gera sólarlagssamning við Flugklasann um árin 2022 og 2023. Bæjarráð ítrekar þá bókun sem tekin var á þeim fundi þar sem sagði að Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að Akureyrarbær ætli að hætta stuðningi sínum við Flugklasann Air 66N. Akureyrarbær ætti að leggja metnað í að byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst, ekki síst þar sem enn eru mikil tækifæri til þess að byggja Norðurland upp sem heilsárs áfangastað fyrir millilandaflug.

9.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2023100026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á leiðbeiningum um mótun stefnu um þjónustustig sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að kortleggja þjónustu bæjarins í Hrísey og Grímsey og vinna drög að stefnu um þjónustustig í eyjunum fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir. Stefnan skal lögð fyrir bæjarráð að höfðu samráði við hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar.

10.Lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2023090027Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna uppbyggingar lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi þann 14. september sl. og samþykkti að skipa í hópinn Huldu Elmu Eysteinsdóttur bæjarfulltrúa, Brynjólf Ingvarsson bæjarfulltrúa, Karl Erlendsson fulltrúa EBAK og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

11.Samstarf við bæinn Martin í Slóvakíu

Málsnúmer 2022010136Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi um vinasamband við borgina Martin í Slóvakíu sem felur í sér aukin samskipti og samstarf á tilteknum sviðum.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fjórum atkvæðum og felur formanni bæjarráðs að undirrita það.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

12.Greið leið ehf. - aðalfundur 2023

Málsnúmer 2023091782Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. september 2023 frá Albertínu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE og stjórnarformanni Greiðrar leiðar þar sem boðað er til aðalfundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 13. október nk. Fundurinn verður fjarfundur á Teams og hefst kl. 13:00.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

13.Hvítbók um skipulagsmál

Málsnúmer 2023091645Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á hvítbók um skipulagsmál sem nú er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 31. október nk.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn.

14.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 2023091354Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu þar sem bent er á mikilvægi þess að sveitarfélögin útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði og efli innviði fyrir orkuskipti.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsráðs.

15.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 20. september 2023.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

16.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 289. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 26. september 2023.

17.Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál

Málsnúmer 2023091778Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. september 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 182. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/154/s/0184.html
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.
Brynjólfur Ingvarsson fór af fundi kl. 11:39.

18.Tillaga til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar

Málsnúmer 2023100025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. september 2023 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. 48. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:

https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0048.pdf
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn.

19.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga 171. mál

Málsnúmer 2023091789Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. september 2023 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga 171. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0171.pdf

Fundi slitið - kl. 11:53.