Bæjarráð

3810. fundur 25. maí 2023 kl. 08:15 - 10:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Samþætting þjónustu barna - 2022

Málsnúmer 2022110260Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs, Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Ósk um viðauka vegna móttöku flóttabarna og annarra ÍSAT nemenda

Málsnúmer 2023040102Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 15. maí 2023:

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna móttöku flóttabarna og ÍSAT nemenda haustið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 31. fundi sínum sem haldinn var þann 8. maí síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 43.210.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

3.Hlíðarfjall - afþreying

Málsnúmer 2023050643Vakta málsnúmer

Liður 13 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. maí 2023:

Lögð fram greinargerð dómnefndar dagsett 15. maí 2023 varðandi niðurstöðu dómnefndar í útboði á nýrri afþreyingu í Hlíðarfjalli. Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir niðurstöðu dómnefndar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Brynjar Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir niðurstöðu dómnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að hefja viðræður við umsækjanda um tillögu 11551 sem felur í sér uppsetningu og rekstur Sleðabrautar í Hlíðarfjalli á heilsársgrundvelli.

4.Hátíðarhöld á 17. júní - samningur við skátafélagið Klakk

Málsnúmer 2023051084Vakta málsnúmer

Lög fram drög að þriggja ára samningi við skátafélagið um aðkomu þess að hátíðarhöldum Akureyrarbæjar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Helstu verkþættir eru skrúðganga, fánahylling, skátatívolí og önnur afþreying og skemmtun sem sérstaklega er ætluð börnum. Gert er ráð fyrir að félagið fái greitt kr. 1.080 þús. á árinu 2023, 1.120 þús. á árinu 2024 og 1.140 þús. á árinu 2025, vegna þeirra þátttöku í hátíðarhöldunum.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

5.Starfslaun listamanna - breytingar á samþykkt

Málsnúmer 2022100552Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á samþykktinni með hliðsjón af ákvörðun bæjarráðs um breytingar á fjárhæð starfslaunanna og tengingu við launavísitölu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagðar breytingar á samþykkt um starfslaun listamanna með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk.
Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

7.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2023

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 286. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 16. maí 2023.

8.Frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 1122021 lækkun kosningaaldurs, 497. mál

Málsnúmer 2023051050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. maí 2023 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál 2023.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/153/s/0599.pdf

Fundi slitið - kl. 10:15.