Bæjarráð

3848. fundur 08. maí 2024 kl. 08:15 - 09:29 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista mætti á fundinn í forföllum Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur.

1.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2024

Málsnúmer 2024050192Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þriggja mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Frístundaheimili - stefnumótun

Málsnúmer 2023050658Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 29. apríl 2024:

Lögð fram til samþykktar stefnumótun um frístundaheimili Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða stefnumótun og vísar henni til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnumótun um frístundaheimili Akureyrarbæjar og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Frístundaheimili - viðmiðunarreglur

Málsnúmer 2023110385Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 29. apríl 2024:

Lagðar fram til samþykktar viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur og vísar þeim til umræðu og samþykktar í bæjarráði.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðmiðunarreglur um frístundaheimili Akureyrarbæjar og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál 2024

Málsnúmer 2024050204Vakta málsnúmer

Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál lagður fram.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 20 milljónir vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að framlag ríkisins og Akureyrarbæjar vegna samnings um menningarmál haldi ekki að lágmarki í við verðlagsþróun, enda ljóst að þar með er um að ræða raunlækkun á framlögunum svo um munar.5.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Málsnúmer 2024050176Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Verbúðin 66, Hrísey.

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 235. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, dagsett 24. apríl 2024.

7.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-2024

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 298. fundar stjórnar Norðurorku hf. sem var haldinn 30. apríl 2024.

Fundi slitið - kl. 09:29.