Bæjarráð

3788. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:15 - 11:52 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram svofellda tillögu:

Að á árinu 2023 verði farið í, í samstarfi við Félag eldri borgara og öldungaráð, að undirbúa stækkun á samkomusal í Bugðusíðu og stefnt að framkvæmdum árið 2024.
Tillagan var borin upp til atkvæða:

Tveir greiddu atkvæði með tillögunni, þrír voru á móti. Tillagan var felld.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi óskar bókað að hún styður tillöguna.

Meirihlutinn óskar bókað:

Við getum ekki samþykkt þessa tillögu án þess að kostnaðargreining liggi fyrir. Vinna er farin af stað við aðgerðaráætlun sem snýr að eldri borgurum, þar sem húsnæðisþörf verður metin í samvinnu við Félag eldri borgara og öldungaráð.

2.Fasteignagjöld 2023 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2022110595Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar bæjarráðs.

3.Bæjarsjóður Akureyrarbæjar - yfirlit um rekstur 2022

Málsnúmer 2022042594Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar níu mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Norðurorka - verðbreytingar frá 2022

Málsnúmer 2022030932Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. nóvember 2022 frá Norðurorku hf. þar sem tilkynnt er um breytingar á verðskrá vatns- og fráveitu Norðurorku hf. frá 1. janúar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2022110158Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sem var samþykkt á 226. fundi heilbrigðisnefndar 2. nóvember sl.

Frestur sveitarstjórna til að gera athugasemdir við fjárhagsáætlunina er til 1. desember nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

6.Gjaldskrár þjónustu- og skipulagssviðs 2023

Málsnúmer 2022110602Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá menningarmála fyrir árið 2023 og drög að sýningaráætlun fyrir Listasafnið árið 2023.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins á Akureyri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá menningarmála fyrir árið 2023 með fjórum greiddum atkvæðum. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

7.Ein með öllu - samstarfssamningur

Málsnúmer 2022101154Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 3. nóvember 2022:

Lagt fram til kynningar erindi frá félagasamtökunum Vinir Akureyrar þar sem óskað er eftir stuðningi við fjölskylduhátíðina Ein með öllu næstu þrjú árin. Óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð 1,8 m.kr. árlega sem og vinnuframlagi Umhverfismiðstöðvar. Jafnframt lögð fram greinargerð um framkvæmd hátíðarinnar árið 2022.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna áfram að málinu og leggja fram tillögu fyrir bæjarráð 17. nóvember nk.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðssjóra þjónustu- og skipulagssviðs og forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að undirbúa drög að samningi við Vini Akureyrar og leggja fyrir bæjarráð.

8.Áfram Hrísey - samstarfsverkefni

Málsnúmer 2022100337Vakta málsnúmer

Kynnt drög að samkomulagi við Ferðamálafélag Hríseyjar vegna verkefnisins Áfram Hrísey. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. október sl.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins og fylgja honum eftir.

Meginmarkmið verkefnisins er að greina stöðu Hríseyjar á íbúamarkaði, móta stefnu um markaðssetningu og vekja með fjölbreyttum leiðum athygli á eyjunni sem góðum búsetu- og atvinnukosti. Akureyrarbær leggur verkefninu til stuðning með vinnu og ráðgjöf vegna markaðsmála og fulltrúa í verkefnisstjórn.

9.Grímsey - beiðni um styrk til byggingarsögulegrar rannsóknar

Málsnúmer 2022110417Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2022 frá Elínu Ósk Hreiðarsdóttur f.h. Fornleifastofnunar Íslands og Hjörleifi Stefánssyni, f.h. Gullinsniðs ehf. þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við byggingarsögulega rannsókn í Grímsey sem áætlað er að verði framkvæmd á næstu tveimur árum.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við aðstandendur verkefnisins.

10.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022030389Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 226. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 2. nóvember 2022.

11.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2022011072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar stjórnar SSNE dagsett 2. nóvember 2022.

12.Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 2022110332Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til breytinga á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. nóvember 2022 í gegnum samráðsgáttina.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 11:52.