Samfelldur vinnudagur barna

Málsnúmer 2019090401

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 63. fundur - 25.09.2019

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri samfellds vinnudags barna kynnti stöðu verkefnisins.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 18. fundur - 28.10.2019

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnisstjóri um samfelldan vinnudag barna kom á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóra ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Hrafnhildi fyrir kynninguna. Frístundaráð óskar eftir því við fræðsluráð og bæjarráð að sett verði fjármagn í verkefnið svo hægt sé að setja af stað tilraunaverkefni með tvo skóla í janúar 2020.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Lagt fram til kynningar og umræðu minnisblað frá Hrafnhildi Guðjónsdóttur verkefnastjóra um næstu skref tengt verkefninu samfella í skóla- og frístundastarfi barna. Hrafnhildur Guðjónsdóttir mætti á fundinn.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs og ÍBA.

Ungmennaráð - 7. fundur - 30.06.2020

Lagt fram til kynningar og umræðu minnisblað frá Hrafnhildi Guðjónsdóttur verkefnastjóra um næstu skref tengd verkefninu samfella í skóla- og frístundastarfi barna.

Erindið var til umfjöllunar á fundi frístundaráðs 10. júní þar sem óskað var eftir umsögn ungmennaráðs.
Ungmennaráð lýsir ánægju sinni með verkefnið og leggur áherslu á það það hefjist á nýju skólaári.

Frístundaráð - 80. fundur - 02.09.2020

Lagðar fram umsagnir ÍBA og ungmennaráðs vegna frístundastrætó.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að starfsmenn ræði við forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar um mögulega útfærslu á fjármögnun verkefnisins.

Frístundaráð - 81. fundur - 09.09.2020

Áframhald umræðu frá síðasta fundi þar sem rætt var um þá hugmynd að koma á frístundastrætó.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við vinnuhóp um endurskoðun á leiðakerfi Strætó að skoðað verði hvort ekki sé hægt að finna leiðir til að útfæra leiðakerfi sem nýtist yngstu iðkendum íþróttafélaganna á tímabilinu kl. 13:00 - 16:00 á virkum dögum.

Frístundaráð - 86. fundur - 02.12.2020

Umræða um verkefnið samfella í skóla- og frístundastarfi barna.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur Evu Hrund Einarsdóttur og Önnu Hildi Guðmundsdóttur ásamt starfsmönnum að ræða við formann fræðsluráðs og sviðsstjóra fræðslusviðs varðandi framhald verkefnisins.

Frístundaráð - 87. fundur - 16.12.2020

Formaður frístundaráðs gerði grein fyrir vinnu stýrihóps um leiðakerfi Strætó og með hvaða hætti er hægt að koma til móts við hugmyndir ráðsins um frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Á fundi frístundaráðs þann 2. desember sl. var Evu Hrund Einarsdóttur og Önnu Hildi Guðmundsdóttur ásamt starfsmönnum falið að ræða við formann fræðsluráðs og sviðsstjóra fræðslusviðs varðandi framhald verkefnisins.

Lagt fram minnisblað varðandi útfærslu á frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð er afar hlynnt verkefninu og þakkar fyrir vel unnið minnisblað en óskar eftir frekari gögnum út frá umræðu á fundinum.

Frístundaráð - 91. fundur - 24.02.2021

Minnisblöð, annars vegar frá Eflu um útfærslu á frístundaakstri og hins vegar frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs um aðkomu fræðslusviðs að mönnun frístundavagna, lögð fram til umræðu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð telur mikilvægt að haldið verði áfram með verkefnið og veitt verði fjármagn til þess að hægt sé að koma því af stað haustið 2021. Óskað er eftir afstöðu fræðsluráðs til málsins.

Fræðsluráð - 47. fundur - 15.03.2021

Á 91. fundi frístundaráðs 24. febrúar 2021 var eftirfarandi bókun gerð: ,,Frístundaráð telur mikilvægt að haldið verði áfram með verkefnið (þ.e. útfærslu á frístundaakstri) og veitt verði fjármagn til þess að hægt sé að koma því af stað haustið 2021. Óskað er eftir afstöðu fræðsluráðs til málsins."

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri á samfélagssviði gerði grein fyrir aðdraganda verkefnisins og hugmyndum um fyrirkomulag á áætlun frístundavagns haustið 2021.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja til að vinna að því, í samstarfi við samfélagssvið, að verkefnið hljóti brautargengi.

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 94. fundur - 05.05.2021

Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.

Málið var einnig til umræðu á fundi frístundaráðs 24. febrúar sl.
Frístundaráði er mjög umhugað um að verkefnið komist á laggirnar og er hluti af því að koma á sérstökum Frístundastrætó strax næsta haust. Til að svo geti orðið samþykkir frístundaráð að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 8.500.000 fyrir þann hluta verkefnisins sem yrði á ábyrgð frístundaráðs. Verkefnið yrði tilraunaverkefni veturinn 2021 - 2022.

Bæjarráð - 3726. fundur - 12.05.2021

Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:

Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.

Málið var einnig til umræðu á fundi frístundaráðs 24. febrúar sl.

Frístundaráði er mjög umhugað um að verkefnið komist á laggirnar og er hluti af því að koma á sérstökum Frístundastrætó strax næsta haust. Til að svo geti orðið samþykkir frístundaráð að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 8.500.000 fyrir þann hluta verkefnisins sem yrði á ábyrgð frístundaráðs. Verkefnið yrði tilraunaverkefni veturinn 2021 - 2022.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðauka vegna málsins.
Hlynur Jóhannsson M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista viku af fundi kl. 08:30.

Frístundaráð - 100. fundur - 15.09.2021

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs um stöðuna á verkefninu frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð harmar að ekki hafi borist ásættanleg tilboð í frístundaakstur fyrir nemendur í 1.- 4. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samþykkt er að leita annarra lausna til skemmri tíma. Stefnt skal að því að frístundaakstur geti hafist með fullnægjandi hætti um næstu áramót. Ráðið samþykkir að styrkja íþrótta- og tómstundafélög um 4 milljónir króna svo þau sjái sér fært að annast akstur iðkenda sinna í 1.- 4. bekk fram að áramótum. Sviðsstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn félaganna og leggja tillögu að skiptingu fjárins á milli þeirra fyrir næsta fund.

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Á fundi frístundaráðs þann 15. september sl. var samþykkt að styrkja íþrótta- og tómstundafélög um 4 milljónir króna svo þau sjái sér fært að annast akstur iðkenda sinna í 1.- 4. bekk fram að áramótum. Sviðsstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn félaganna og leggja tillögu að skiptingu fjárins milli þeirra fyrir næsta fund.

Tillaga sviðsstjóra lögð fram.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja KA, Þór og Skautafélag Akureyrar um kr. 1.300.000 fyrir hvert félag til að sinna frístundaakstri fyrir iðkendur í 1.- 4. bekk fram að áramótum.