Frístundaráð

81. fundur 09. september 2020 kl. 12:00 - 14:36 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfsemi ungmennahúss

Málsnúmer 2018010427Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála gerði grein fyrir starfsemi Ungmennahússins veturinn 2020 - 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn í upphafi en véku af fundi undir umræðum.

3.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Áframhald umræðu frá síðasta fundi þar sem rætt var um þá hugmynd að koma á frístundastrætó.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við vinnuhóp um endurskoðun á leiðakerfi Strætó að skoðað verði hvort ekki sé hægt að finna leiðir til að útfæra leiðakerfi sem nýtist yngstu iðkendum íþróttafélaganna á tímabilinu kl. 13:00 - 16:00 á virkum dögum.

4.Blakdeild KA - óskað eftir æfingatímum fyrir nýja meistaraflokka

Málsnúmer 2020090120Vakta málsnúmer

Erindi frá Blakdeild KA þar sem óskað er eftir niðurfellingu gjalda á æfingatímum í Naustaskóla og Höllinni fyrir nýja meistaraflokka blakdeildarinnar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.
Viðar Valdimarsson M-lista vék af fundi kl. 14:10.
Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 14:20.

5.Umsókn um aukið framlag til ÍBA

Málsnúmer 2019090229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

Fundi slitið - kl. 14:36.