Frístundaráð

100. fundur 15. september 2021 kl. 12:00 - 14:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Maron Pétursson
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Maron Pétursson L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

1.Stuðningur við Vísindaskóla unga fólksins

Málsnúmer 2019010213Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2021 frá Sigrúnu Stefánsdóttur skólastjóra Vísindaskóla unga fólksins og Dönu Rán Jónsdóttur verkefnastjóra þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við Vísindaskólann og gerður verði nýr samningur til þriggja ára.
Erindið verður afgreitt samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

2.Beiðni um endurnýjun á samstarfssamningi

Málsnúmer 2021090352Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2021 frá Magna Ásgeirssyni og Ármanni Einarssyni f.h. Tónræktarinnar ehf. þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar en samningurinn rennur út í lok árs 2021.
Erindið verður afgreitt samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

3.Samningur KFUM og KFUK við Akureyrarbæ - beiðni um endurnýjun

Málsnúmer 2021090392Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2021 frá Brynhildi Bjarnadóttir formanni KFUM&K þar sem óskað er eftir hækkun á samningi við félagið í næstu fjárhagsáætlun. Samningur við KFUM&K rennur út í lok árs 2021.
Erindið verður afgreitt samhliða fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2022.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2022 lögð fram til samþykktar sem og tillögur um gjaldskrár.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Pálína Dagný Guðnadóttir starfandi forstöðumaður sundlauga sátu fundinn undir þessum lið.
Unnið verður áfram að starfs- og fjárhagsáætlun og áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.
Bjarki Ármann Oddsson vék af fundi kl. 12:40.
Pálína Dagný Guðnadóttir og Viðar Valdimarsson véku af fundi kl. 13:00.

5.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs um stöðuna á verkefninu frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð harmar að ekki hafi borist ásættanleg tilboð í frístundaakstur fyrir nemendur í 1.- 4. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar. Samþykkt er að leita annarra lausna til skemmri tíma. Stefnt skal að því að frístundaakstur geti hafist með fullnægjandi hætti um næstu áramót. Ráðið samþykkir að styrkja íþrótta- og tómstundafélög um 4 milljónir króna svo þau sjái sér fært að annast akstur iðkenda sinna í 1.- 4. bekk fram að áramótum. Sviðsstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn félaganna og leggja tillögu að skiptingu fjárins á milli þeirra fyrir næsta fund.

6.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni

Málsnúmer 2021060431Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem farið er yfir aðgerðaáætlun 2021 - 2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sbr. þingsályktun, nr. 37/150. Í erindinu er farið yfir hlutverk skólaskrifstofu, skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Í aðgerðaáætluninni er lögð mikil áhersla á aukna fræðslu til ungmenna, starfsfólks í félagsmiðstöðvum og starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á hvergi að eiga sér stað í okkar samfélagi. Við í frístundaráði leggjum áherslu á að íþrótta- og tómstundafélög hér á Akureyri sem hafa ekki gert það nú þegar setji sér markviss viðbrögð við kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og hegðun sem ýtir undir slíkt og viðbrögð sem taka einnig til þeirra sem beita ofbeldi svo að þeir axli ábyrgð á gjörðum sínum. Mikilvægt er að félög byggi upp menningu er byggir á virðingu og jafningjasamskiptum þar sem ofbeldi og áreitni fæst ekki þrifist.

Mikilvægur hluti af forvörnum er fræðsla til þeirra sem vinna með börnum og ungmennum. Frístundaráð hefur ákveðið að bjóða öllum íþrótta- og tómstundaaðilum á námskeið er snýr að kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og verður það auglýst fljótlega.

7.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 19 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.