Frístundaráð

93. fundur 14. apríl 2021 kl. 12:00 - 14:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að mál nr. 2021040471 - Beiðni um að fara í deiliskipulagsvinnu á svæði Íþróttafélagsins Þórs, yrði tekið út af dagskrá. Var það samþykkt.

1.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að veita viðurkenningar í flokki einstaklinga og fyrirtækja. Einnig var samþykkt að veita ein hvatningarverðlaun. Jafnréttisviðurkenningar verða afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl nk.

2.Beiðni um að fá að halda Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2021040470Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2021 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 25.- 27. júní 2021 til að halda AMÍ.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2021 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila notkun á Boganum undir árlega bílasýningu.

4.Íþróttafélagið Akur - aðstaða bogfimideildar

Málsnúmer 2021031754Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2021 frá stjórn Íþróttafélagsins Akurs vegna aðstöðuleysis bogfimideildar félagsins. Aðstöðumál bogfimideildar Akurs var síðast á dagskrá ráðsins á haustdögum 2020 og var þá vísað til fjárhagsáætlunar 2021 og bráðabirgðarlausnir fundnar.

Stjórn ÍBA tók erindið fyrir á fundi sínum 12. apríl 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vill koma á framfæri þakklæti til Hestamannafélagsins Léttis fyrir að útvega bogfimideildinni aðstöðu sl. vetur.

Frístundaráð hefur ekkert annað húsnæði eins og staðan er í dag sem gæti nýst undir framtíðar starfsemi bogfimideildar og getur því ekki orðið við erindinu en felur starfsmönnum að vinna í því að finna tíma í mannvirkjum næsta haust og þar með talið í reiðhöllinni ef kostur er á.

5.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga

Málsnúmer 2021031771Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga þar sem aðildarfélög ÍBA hlutu rúmlega 21 milljón króna styrk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 2020040054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað forstöðumanns íþróttamála um greiðslur til aðildarfélaga ÍBA frá ríki og ÍSÍ til að mæta áhrifum COVID-19.

Einnig eru lagðar fram til kynningar iðkendatölur frá ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar því að ekki hafi orðið veruleg fækkun iðkenda á aldrinum 5-19 ára á tímum COVID-19 og jákvætt að einstaka félög hafi náð að fjölga iðkendum.

7.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

8.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs og stöðu verkefna eftir fyrstu þrjá mánuði ársins.

9.Ársskýrsla samfélagssviðs

Málsnúmer 2020050003Vakta málsnúmer

Ársskýrsla samfélagssviðs fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:10.