Frístundaráð

94. fundur 05. maí 2021 kl. 12:00 - 13:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var samþykkt að veita viðurkenningar í flokki einstaklinga og fyrirtækja. Einnig var samþykkt að veita ein hvatningarverðlaun. Jafnréttisviðurkenningar voru afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl sl.

Viðurkenningarnar hlutu:

- Snorri Björnsson fyrir kennslu í kynjafræði við VMA.

- N4 fyrir markvissa vinnu við jafnrétti í fjölmiðlum.

- Hlaðvarpsþátturinn Bannað að dæma í umsjón Heiðdísar Austfjörð og Halldórs Kristins Harðarsonar hlaut hvatningarverðlaun jafnréttimála.
Frístundaráð óskar viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Jafnframt vill ráðið koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Akureyrarstofu fyrir vel heppnaða rafræna Vorkomu.

2.Beiðni um að fá að halda Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ) í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2021040470Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2021 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir að fá afnot af Sundlaug Akureyrar dagana 25.- 27. júní 2021 til að halda AMÍ. Einnig erindi dagsett 22. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að fá frí afnot af Íþróttahöllinni fyrir lokahóf mótsins.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að Sundfélagið Óðinn fá afnot af Sundlaug Akureyrar þá daga sem Aldursflokkameistaramótið er haldið og samþykkir einnig að félagið fái frí afnot af Íþróttahöllinni fyrir lokahóf. Vegna mikils fjölda þátttakenda verður sundlaugin lokuð almenningi á þeim tíma sem mótið fer fram en frístundaráð samþykkir að sundlaugin verði opin fyrir almenning frá kl. 17:00 - 22:00 mótsdagana.

Frístundaráð leggur áherslu á að þessi breyting á opnunartíma verði vel auglýst og bent verði á aðrar sundlaugar í sveitarfélaginu og næsta nágrenni.

3.Ósk um kaup á vatnsblásara fyrir Bogann

Málsnúmer 2021050002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2021 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs íþróttafélags þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á vatnsblásara til að bleyta gervigrasið í Boganum og til rykbindingar innanhúss.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs og Björgvin Hrannar Björgvinsson byggingastjóri viðhalds á umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir fjármagni úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs að upphæð kr. 3.224.000 til að fjármagna kaup á vatnsblásara.

4.Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu útfærslu á verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði.
Frístundaráð samþykkir að veittur verði 20% afsláttur af árskorti í sund, í maí, í tengslum við verkefnið Akureyri á iði.

Frístundaráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt í verkefnunum Akureyri á iði og Hjólað í vinnunna.

5.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.

Málið var einnig til umræðu á fundi frístundaráðs 24. febrúar sl.
Frístundaráði er mjög umhugað um að verkefnið komist á laggirnar og er hluti af því að koma á sérstökum Frístundastrætó strax næsta haust. Til að svo geti orðið samþykkir frístundaráð að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 8.500.000 fyrir þann hluta verkefnisins sem yrði á ábyrgð frístundaráðs. Verkefnið yrði tilraunaverkefni veturinn 2021 - 2022.

6.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 21 dagur.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að gildistími sundkorta verði framlengdur um 21 dag.

7.Stuðningur við aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna COVID-19

Málsnúmer 2021032007Vakta málsnúmer

Félagsmálaráðuneytið auglýsti eftir umsóknum vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna fyrir árið 2021. Akureyrarbær sendi inn umsókn um tvö verkefni. Annars vegar til að auka við heilsueflingu fyrir þennan aldur og hins vegar til að auka félagslega þátttöku með skjásamtölum til þeirra sem eru félagslega einangraðir og meiri upplýsingamiðlun um það sem eldri borgurum stendur til boða.

Félagsmálaráðuneytið hefur samþykkt að styrkja verkefnin um kr. 4.532.200.

Frístundaráð fagnar því að félagsmálaráðuneytið úthluti viðbótarfjármagni til að efla félagsstarf fullorðinna og þeim verkefnum sem farið verður af stað með fyrir veitta styrkupphæð.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 12:58.

8.Punkturinn - starfsemi

Málsnúmer 2020090715Vakta málsnúmer

Í upphafi árs var framkvæmd könnun á meðal foreldra barna sem sótt hafa barnanámskeið á Punktinum. Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður á Punktinum kynntu niðurstöður.

9.Ungmennaráð - fundargerðir

Málsnúmer 2014100110Vakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs nr. 16 lögð fram til kynningar.

10.Frístundaráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021050001Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 lagt fram til kynningar.

11.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Fundi slitið - kl. 13:35.