Frístundaráð

87. fundur 16. desember 2020 kl. 12:00 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki á fundinn né varamaður hennar.

1.Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála og Guðmundur Ólafur Gunnarsson forvarna- og félagsmálaráðgjafi kynntu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar & greiningar.

2.Hollvinafélag Húna II - samningur 2021

Málsnúmer 2020120340Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Hollvinafélag Húna II vegna ársins 2021.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð gerir ekki athugasemdir við samninginn og samþykkir hann fyrir sitt leyti.

3.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Formaður frístundaráðs gerði grein fyrir vinnu stýrihóps um leiðakerfi Strætó og með hvaða hætti er hægt að koma til móts við hugmyndir ráðsins um frístundastrætó.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um fjárhagsáætlun 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í samningum við íþróttahreyfinguna segir m.a. að fjárhæðir séu með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði í fjárhagsáætlun hvers árs. Í ljósi erfiðrar stöðu bæjarsjóðs samþykkir frístundaráð að þjónustusamningar við íþróttahreyfinguna verði frystir í eitt ár og þeir þættir í rekstrarsamningum, aðrir en launaliðir, taki ekki hækkunum á árinu 2021.

5.Umsókn um aukið framlag til ÍBA

Málsnúmer 2019090229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi til ÍBA fyrir árið 2021.

Erindið var á dagskrá frístundaráð þann 9. september sl. og var þá vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.


6.Íþróttafélagið Þór - rafíþróttadeild

Málsnúmer 2020020457Vakta málsnúmer

Erindi frá Bjarna Sigurðssyni formanni rafíþróttadeildar Þórs þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á búnaði fyrir starfsemi deildarinnar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir að styrkja rafíþróttadeild Þórs um kr. 1.000.000 og verður upphæðin tekin af áætlun 2020.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Viðar Valdimarsson M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: Við viljum styðja við og styrkja rekstur rafíþróttadeildar vegna þess hve ríkt forvarnagildi skipulagðar íþróttir hafa. Í áliti stjórnar ÍBA um rekstur rafíþróttadeildar er fjallað um jákvæðar afleiðingar af því að halda uppi skipulögðu rafíþróttastarfi, félagsleg einangrun verður rofin og boðið verður upp á líkamlega hreyfingu á öllum æfingum auk þess að iðkendur fái reglulega fræðslu um heilbrigðan lífsstíl.


Mikill áhugi á rafíþróttastarfi hefur ekki farið fram hjá fulltrúum í frístundaráði og má hér nefna að rafíþróttir hafa hérlendis fengið sjónvarpsstöð helgaða sportinu. Það er mikilvægt að reksturinn fari vel af stað, vegna mikils áhuga á rafíþróttagreininni hér í bæ, og að starfið hefjist af krafti um leið og aðstæður í samfélaginu leyfa, jafnvel fyrr með hjálp tækninnar.

7.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 40 dagar.
Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að gildistími sundkorta í Sundlaugum Akureyrar verði framlengdur um þann tíma sem laugarnar hafa verið lokaðar vegna COVID-19 núna á haustmánuðum sem eru 40 dagar.

8.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð

Fundi slitið - kl. 14:00.