Frístundaráð

80. fundur 02. september 2020 kl. 12:00 - 14:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Stefán Örn Steinþórsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Stefán Örn Steinþórsson M-lista mætti í forföllum Viðars Valdimarssonar.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka inn mál nr. 2019100333 Aðstöðumál bogfimideildar Akurs. Var það samþykkt.

1.Umboðsmaður barna - hvatning til sveitarfélaga

Málsnúmer 2020080876Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2020 frá umboðsmanni barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga - hvatning til sveitarfélaga.

Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur undir bókun ungmennaráðs frá fundi þeirra 1. september 2020 sem er svohljóðandi:


Ungmennaráð er sammála tilmælum umboðsmanns barna og rökum. Þeir telja að þar sem ungmenni 18 ára og eldri hafa kosningarétt þá hafi þau tök á að koma sínum málum á framfæri á þeim vettvangi. Einnig telja nefndarmenn að lækka ætti aldurinn í ungmennaráði í 11-12 ára til að fá inn álit og skoðanir frá börnum á miðstigi.


Frístundaráð felur starfsmönnum að skoða samþykkt um ungmennaráð Akureyrarbæjar og koma með tillögur að breytingum eða uppfæra í samræmi við bókun.

2.Lýðheilsa ungs fólks á Akureyri

Málsnúmer 2018120001Vakta málsnúmer

Ólafur Gunnarsson forvarna- og frístundaráðgjafi fór yfir helstu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknar og greiningar á lýðheilsu ungs fólks á Akureyri.

Frístundaráð þakkar Ólafi fyrir góða kynningu.

3.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2021

Málsnúmer 2020060785Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021.

5.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir ÍBA og ungmennaráðs vegna frístundastrætó.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því að starfsmenn ræði við forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar um mögulega útfærslu á fjármögnun verkefnisins.

6.Braggaparkið - umsókn um styrk vegna reksturs

Málsnúmer 2020080881Vakta málsnúmer

Erindi frá Silju Hlín Magnúsdóttur og Eiríki Helgasyni fyrir hönd Braggaparksins þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna reksturs Braggaparksins, sem er sérhönnuð innanhússaðstaða til að iðka og æfa hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX-hjól.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.

7.Styrkir til aðildarfélaga ÍBA vegna faglegs starfs sbr. reiknilíkan (Matrixu)

Málsnúmer 2020050181Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar afgreiðslu á eingreiðslustyrkjum til aðildarfélaga ÍBA árið 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

8.Fyrirspurn um stöðu og stefnu sveitarfélagsins í innleiðingu og stuðningi við rafíþróttir

Málsnúmer 2020060935Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2020 frá Aroni Ólafssyni framkvæmdastjóra Rafíþróttasamtaka Íslands þar sem spurt er um starfsemi rafíþrótta í sveitarfélaginu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að svara erindinu.

9.Frisbígolffélag Akureyrar - erindi varðandi fjármagn og rekstur frisbígolfvalla

Málsnúmer 2020080558Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 15. ágúst 2020 frá Inga Magnúsi Gíslasyni þar sem óskað er eftir stuðningi við rekstur frísbígolfvalla á Akureyri og lagt til að gerður verði þjónustusamningur við Frisbígolffélag Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

10.Aðstöðumál bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2019100333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2020 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Akurs þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu húsleigu bogfimideildar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

Fundi slitið - kl. 14:00.