Skipulagsráð

354. fundur 10. mars 2021 kl. 08:00 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Grétar Ásgeirsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Sindri Kristjánsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Lóð Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO)

Málsnúmer 2020090447Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju bréf Lögmannsstofu Norðurlands ehf. dagsett 26. janúar 2021, f.h. Bifreiðastöðvar Oddeyrar ehf. þar sem óskað er eftir að félaginu verði ekki gert að víkja af reitnum næstu 24 mánuði nema að samkomulag hafi náðst um annað.
Í auglýstri tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar kemur fram að uppbygging á svæðinu milli Skipagötu/Hofsbótar og Glerárgötu verði áfangaskipt og að miðað sé við að byrjað verði á norðurhluta svæðisins þar sem BSO er staðsett. Vegna þessa er ekki hægt að framlengja bráðabirgðaleyfi BSO um tvö ár þar sem slíkt myndi hefta uppbyggingu svæðisins um þann tíma. Til að koma til móts við BSO vegna flutnings á starfseminni er samþykkt að framlengja frestinn til loka árs 2021.

2.Athafnalóðir Malar og sands við Súluveg - hugmyndir að uppbyggingu

Málsnúmer 2020120086Vakta málsnúmer

Lagðar fram að nýju hugmyndir HGH verks ehf. og Malar og sands um framtíðarnýtingu á lóðum við Súluveg.
Skipulagsráð hafnar tillögu umsækjanda um að breyta deiliskipulagi svæðisins.

3.Skarðshlíð 31 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021030442Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Búfesti svf. leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu deiliskipulags lóðar nr. 31 við Skarðshlíð. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 4 í 6, nýtingarhlutfall fer úr 0,27 í 0,33, byggingarreitur stækkar og afmörkun bílastæðis breytist.
Skipulagsráð samþykkir að breyta deiliskipulagi til samræmis við umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu skv. 44. gr. laganna þegar gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagssvið.

4.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.

5.Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gunnars R. Jónssonar og Hildar A. Gylfadóttur dagsett 26. febrúar 2021, f.h. Verkvals ehf. þar sem ítrekuð er beiðni um lóðarstækkun á lóðinni Miðhúsavegur 4 og jafnframt að heimilt verði að reisa allt að 300 fm iðnaðarhúsnæði.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur.

6.Akureyrarflugvöllur Eyjafjarðarbraut - frávik frá skipulagi

Málsnúmer 2021030319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2021 þar sem Ester Rós Jónsdóttir fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um leyfi fyrir fráviki frá deiliskipulagi Akureyrarflugvallar eða óverulega breytingu vegna vindfangs á norðaustur horni nýrrar viðbyggingar við flugstöð.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og telur að um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi sé að ræða að ekki sé þörf á breytingu, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Laxagata 4 - fyrirspurn um fjölgun gistieininga

Málsnúmer 2021030340Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. mars 2021, f.h. eigenda Laxagötu 4, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta eldra bakhúsi í 3 gistieiningar. Fram kemur að möguleiki sé á að koma 3 bílastæðum fyrir á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögu um að breyta bakhúsi í 3 gistieiningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Kolgerði - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021023034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2021 þar sem BF Byggingar ehf. leggja inn fyrirspurn varðandi að fá úthlutaða lóð við Kolgerði fyrir einbýlishús á tveimur hæðum.
Ekki er hægt að verða við umsókninni þar sem ekki er gert ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð við Kolgerði í skipulagi. Bent er á að í Hagahverfi eru lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum lausar til úthlutunar.

9.Fjölnisgata 3B - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2021023037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2021 þar sem Helgi Heiðar Jóhannesson leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 3B við Fjölnisgötu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar fullnægjandi deiliskipulagsgögn liggja fyrir.

10.Hafnarstræti, Torfunef, dælustöð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021023041Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Stefán H. Steindórsson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu þrýstilagnar fráveitu frá dælustöð við Hafnarstræti að dælustöð við Torfunef.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

11.Lyngholt 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum

Málsnúmer 2021023159Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Sigurðar Sigþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum við hús og bílgeymslu á lóð nr. 7 við Lyngholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi. Að mati ráðsins er ekki talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Ytri-Varðgjá - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2020120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar, óskar umsagnar Akureyrarbæjar á tillögu að deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi en bendir á mikilvægi samráðs um legu göngu- og hjólastíga að Akureyri.

13.Oddeyrartangi - umsókn um umferðarstýringu

Málsnúmer 2021023322Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2021 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands leggur inn umsókn um tímabundið bann við lagningu bíla við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annarsvegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hinsvegar á tímabilinu 1. maí til 25. september 2021. Einnig er sótt um leyfi til umferðarstýringar á Strandgötu austan Hjalteyrargötu 1-2 tíma við komu skemmtiferðarskipa á sama tímabili. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir erindið, með fyrirvara um samþykki lögreglunnar, og felur skipulagssviði að auglýsa ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja í Lögbirtingablaði.

14.Samþykkt um skilti og auglýsingar - tillaga að breytingu

Málsnúmer 2021030345Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar til samræmis við bókun skipulagsráðs á fundi 24. febrúar 2021 í máli 2021020858. Í breytingunni felst að bætt er við ákvæði um að skilti og auglýsingar á hliðum biðskýla fyrir almenningssamgöngur séu undanþegin samþykktinni.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir tillögu að breytingu á samþykktinni og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

15.Laugargata 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna reiðhjólaverkstæðis

Málsnúmer 2021030443Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Þórhalls M. Kristjánssonar dagsett 4. mars 2021 um hvort heimild fáist til að reka reiðhjólaverkstæði í bílskúr við Laugagötu 3 sumarið 2021.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsókn um breytta notkun skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Búðartangi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021030226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2021 þar sem Hulda Ósk Hannesdóttir sækir um lóð nr. 6 við Búðartanga.
Skipulagsráð samþykkir erindið, með fyrirvara um staðfestingu viðskiptabanka um greiðslugetu. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018010264Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 15. janúar 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannfélags Garðabæjar, kt. 711078-0109, óskar eftir fráviki frá ákvæðum deiliskipulags á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna samkvæmt meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 24. janúar 2018. Meðfylgjandi nú er samþykki meirihluta eigenda fyrir breytingunum.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna breytingu á deiliskipulagi. Með vísan til 19., 30. og 31. gr. laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994, telur ráðið að umbeðin breyting teljist ekki veruleg og því nægi samþykki a.m.k. 2/3 hluta eiganda fyrir henni sem liggur fyrir.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 802. fundar, dagsett 18. febrúar 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 803. fundar, dagsett 25. febrúar 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 804. fundar, dagsett 3. mars 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.