Skipulagsráð

331. fundur 12. febrúar 2020 kl. 08:00 - 10:45 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður ráðsins bar upp ósk um að bæta máli sem ekki var í útsendri dagskrá inn á dagskrá sem lið nr. 10, Hörgárbraut - umferðaröryggismál. Var það samþykkt.

1.Gatnagerðargjöld - endurskoðun

Málsnúmer 2017120021Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 um breytingu á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda. Í breytingunni felst að bætt er við lið f., um að ekkert gatnagerðargjald greiðist vegna léttra, óeinangraðra skýla í lokunarflokki B.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda verði breytt til samræmis við meðfylgjandi minnisblað.

2.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 varðandi ferli breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt.

Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Á fundinn, undir þessum lið, mætti varamaður hans Grétar Ásgeirsson.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og umræður á fundinum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar bókað:

Það er of langt gengið þegar einstakir verktakar hafa það mikil völd að aðalskipulagi er breytt til að verða við óskum þeirra.

3.Hvannavellir 10 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2019120294Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Ágústar Hafsteinssonar dagsettur 6. febrúar 2020, f.h. Hjálpræðishersins, þar sem dregin er til baka umsókn um að koma upp litlu áfangaheimili að Hvannavöllum 10 í ljósi innkominna athugasemda og umfangs framkvæmda umsækjenda í Reykjavík.
Skipulagsráð hefur móttekið erindið. Málinu er því lokið.

4.Sólvangur, Hrísey - fyrirspurn vegna lóðarstækkunar

Málsnúmer 2020020008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. janúar 2020 þar sem Thomas Wiedermann leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðarinnar Sólvangs í Hrísey. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð telur að ekki sé mögulegt að stækka lóðina í samræmi við fyrirspurn en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda um mögulegan afnotasamning af hluta landsins í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

5.Krókeyri - hönnun götu og samræmi við deiliskipulag

Málsnúmer 2020020135Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun á götunni Krókeyri. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að Krókeyri sé 30 km gata en fyrirliggjandi hönnunardrög gera ráð fyrir að hún verði vistgata sem felur í sér að hámarkshraði verði 10 km og að allir vegfarandur hafi jafnan rétt. Þá er gert ráð fyrir 4,5 m stofnstíg fyrir gangandi og hjólandi vestan megin í götunni en ekki rúmir 2 m eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir. Þá eru ýmis önnur minniháttar frávik frá deiliskipulaginu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða málið frekar með umhverfis- og mannvirkjasviði í samræmi við umræður á fundinum.

6.Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar - íbúðarhúsalóð

Málsnúmer 2020020132Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin, með smávægilegum lagfæringum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

7.Sandgerðisbót - breyting á deiliskipulagi, göngustígar við smábátahöfn

Málsnúmer 2020020137Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felur í sér breytingar á gönguleið meðfram Sandgerðisbót með það að markmiði að auka öryggi óvarðra vegfarenda.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem fyrir liggur samþykki hafnarstjóra og Norðurorku er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanleg skipulagsgögn liggja fyrir.

8.Gallup - þjónusta sveitarfélaga 2019 - umfjallanir nefnda og ráða

Málsnúmer 2020020167Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umfjöllunar niðurstöður Gallups á þjónustukönnun fyrir Akureyrarbæ.

9.Samfélagsmiðla- og vefstefna

Málsnúmer 2019040494Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að nýrri samfélagsmiðla- og vefstefnu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samfélags- og vefstefnu.

10.Hörgárbraut - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2020020376Vakta málsnúmer

Rætt um umferðaröryggismál á Hörgárbraut í ljósi umferðarslyss sem varð á gangbraut rétt sunnan við Stórhólt. Slysið var með þeim hætti að ekið var á 7 ára barn sem var að fara yfir gangbrautina en ökumaður ók yfir á rauðu ljósi.
Skipulagsráð harmar þennan atburð og óskar eftir að fá fulltrúa frá Vegagerðinni og umhverfis- og mannvirkjasviði á fund ráðsins til að ræða málið og mögulegar úrbætur.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 756. fundar, dagsett 31. janúar 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 755. fundar, dagsett 23. janúar 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 18 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:45.