Skipulagsráð

327. fundur 27. nóvember 2019 kl. 08:00 - 11:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umræðu umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri á svæði sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu, Kaldbaksgötu og Strandgötu. Var lýsingin auglýst 16. október 2019 með athugasemdafresti til 30. október 2019.

Bárust 36 athugasemdabréf auk þess sem fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun, Hafnasamlagi Norðurlands, Samgöngustofu, Isavia, Minjastofnun, hverfisnefnd Oddeyrar, Vegagerðinni, Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrar.Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Inn á fundinn undir þessum lið kom varamaður hans Grétar Ásgeirsson.
Skipulagsráð álítur, með vísun til innkominna umsagna, athugasemda og ábendinga að ekki sé rétt að byggja eins háa byggð og fram kom í fyrirliggjandi lýsingu skipulagsbreytingarinnar.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur með fleiri sviðsmyndum mögulegrar uppbyggingar á svæðinu.

2.Gudmannshagi 1 - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2019100377Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 30. október 2019 var samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Gudmannshaga 1, til samræmis við erindi umsækjanda dagsett 22. október 2019. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsráðs, með þeirri breytingu að hámarks vegghæð húss verði 12 m í stað 11,7 m (við stigahús og svalagang) og að lóð stækki úr 2.097 m² í 2.157 m² vegna stækkunar lóðarhluta fyrir bílstæði. Tillagan var grenndarkynnt og liggur fyrir samþykki þeirra sem fengu kynninguna.
Skipulagsráð samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar.

3.Spítalavegur 11 Tónatröð - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 2019100402Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 24. október 2019 um Spítalaveg nr. 11. Kemur þar fram ósk um að fá að nýta húsið sem tvær íbúðareiningar ætlaðar einstaklingum sem leigja félagslegt húsnæði hjá Akureyrarbæ. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir húsið verði rifið og í staðinn byggt nýtt einbýlishús. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs þann 30. október 2019.
Meirihluti skipulagsráðs bendir á að heimild er í deiliskipulagi til að rífa húsið og byggja nýtt en gerir þó ekki athugasemd við breytingu á húsinu í tvær íbúðir þar sem deiliskipulag svæðisins heimilar aukaíbúð í einbýlishúsum á svæðinu, en húsið verði samt sem áður ein eign.

Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað að hann telji ekki æskilegt að festa húsið í sessi til næstu 10 - 15 ára sem félagslegt húsnæði heldur væri réttast að rífa húsið sem fyrst og auglýsa lóðina og koma þarna af stað uppbyggingu á þeim lóðum sem lausar eru á svæðinu.

4.Gránufélagsgata 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2018100441Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður.
Með vísun í fyrri samþykkt skipulagsráðs frá 14. nóvember 2018 gerir skipulagsráð ekki athugasemd við að leyfa niðurrif hússins, að hluta eða öllu leyti. Heimild til niðurrifs er þó háð samþykkis Minjastofnunar Íslands þar sem það er friðað vegna aldurs.

5.Sandgerðisbót - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110320Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs íbúðarhúss í Sandgerðisbót (Byrgi).
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi hússins.

6.Ytra-Krossanes - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs íbúðarhússins á Ytra-Krossanesi.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi hússins.

7.Naust, hlaða - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110322Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs hlöðu sunnarlega á lóð Nausta 3.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi hússins.

8.Gilsbakkavegur 15 - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2018110149Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 5. apríl 2019 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarahússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 13. nóvember 2019 um fyrirspurnina.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir kostnaðaráætlun frá umsækjanda vegna færslu vegar og bílastæða og áætlun um framkvæmdartíma.

9.Furulundur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2019110338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. nóvember 2019 þar sem Árni Kristjánsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá göngustíg við Mjólkursamlagið til austurs að Furulundi 39. Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir fyrirhugaða legu strengsins. Um er að ræða framkvæmd sem var ekki hluti af framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í skipulagsráði 10. apríl 2019.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við ljósleiðara og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins með eftirfarandi skilyrðum:

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

- Frágangur þarf að vera unninn í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

10.Kjarnagata 59 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110314Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Trétak ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 59 við Kjarnagötu. Til vara er sótt um lóð nr. 61 vð Kjarnagötu og lóð nr. 10 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

11.Kjarnagata 61 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem BB byggingar ehf., kt. 550501-2280, sækja um lóð nr. 61 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

12.Kristjánshagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 10 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Kristjánshagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110296Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem BB byggingar ehf., kt. 550501-2280, sækja um lóð nr. 10 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðra lóð.

14.Jóninnuhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Tréverk ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 2 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

15.Jóninnuhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Leiguíbúðir á Akureyri ehf., kt. 600705-0830, sækja um lóð nr. 2 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

16.Jóninnuhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 2 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Jóninnuhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækja um lóð nr. 2 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

18.Jóninnuhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 2 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðra lóð.

19.Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækja um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

20.Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110374Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Tréverk ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

21.Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110177Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðra lóð.

22.Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

23.Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110265Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Leiguíbúðir á Akureyri ehf., kt. 600705-0830, sækja um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

24.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækja um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

25.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem GB Bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

26.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110178Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðra lóð.

27.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

28.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Leiguíbúðir á Akureyri ehf., kt. 600705-0830, sækja um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum með útdrætti.

29.Jóninnuhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110373Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. nóvember 2019 þar sem Tréverk ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

30.Gjaldskrá Akureyrarbæjar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016-2020

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 21. nóvember 2019 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á gr. 2.4 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að framkvæmdaleyfisgjald umfangsmikilla framkvæmda verði samkvæmt samningi milli leyfisveitenda og framkvæmdaraðila en ekki miðað við fast gjald eins og nú er í gildandi gjaldskrá.Er gjaldskráin að öðru leyti lögð fram án breytinga en upphæðir gjalda breytast í samræmi við byggingarvísitölu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í breytingar á gjaldskrá vegna útgáfu framkvæmdaleyfis en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útfæra ákvæðið nánar í samráði við bæjarlögmann.

Skipulagsráð samþykkir að miða áfram við óbreytta gjaldskrá að öðru leyti.

31.Skipulagssvið - skýrslur

Málsnúmer 2018120041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt um hlutfall yfirvinnu af dagvinnu í október 2019 samanborið við október 2018 og árin 2013-2018.

Fundi slitið - kl. 11:35.