Bæjarstjórn

3491. fundur 16. mars 2021 kl. 16:00 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá mál sem ekki var í fundarboði. Um er að ræða breytingar í nefndum sem verði fyrsti liður dagskrár. Var það samþykkt samhljóða.

1.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varafulltrúa í stjórn Akureyrarstofu:

Ásgeir Örn Blöndal verði varamaður í stjórn Akureyrarstofu í stað Kristjáns Blæs Sigurðssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna

Málsnúmer 2020030426Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur framlengt tímabundna heimild sveitarstjórna til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi vegna COVID-19. Fyrri heimild gilti til 10. mars 2021. Framlengd heimild gildir til aprílloka 2021.

Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=f84d5cd0-030b-4397-86e7-4754c5e6fae3

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu að bókun.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að heimilt verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að ritun fundargerða geti farið fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð fundar þar sem allir fundarmenn eru í fjarfundi skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan undirrituð rafrænt. Heimildin gildir til aprílloka 2021.

3.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagsbreyting á Oddeyri fari í íbúakosningu og leggur til að hún fari fram eigi síðar en 31. maí 2021 í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samráði við bæjarráð.

4.Samþykkt um skilti og auglýsingar - tillaga að breytingu

Málsnúmer 2021030345Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar til samræmis við bókun skipulagsráðs á fundi 24. febrúar 2021 í máli 2021020858. Í breytingunni felst að bætt er við ákvæði um að skilti og auglýsingar á hliðum biðskýla fyrir almenningssamgöngur séu undanþegin samþykktinni.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir tillögu að breytingu á samþykktinni og vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson og Andri Teitsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir breytingu á samþykkt um skilti og auglýsingar.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá við afgreiðsluna.

5.Starfsáætlanir ráða 2021 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2021011839Vakta málsnúmer

Starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2021 kynnt og rædd.

Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Á Akureyri hefur byggst upp öflugt þekkingarsamfélag um málefni norðurslóða. Bæjarstjórn telur mikilvægt að unnið verði að því að styrkja bæinn enn frekar sem norðurslóðamiðstöð Íslands m.a með því að kanna möguleika á því að á Akureyri verði norðurslóðasetur. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 3. og 11. mars 2021
Bæjarráð 4. og 11. mars 2021
Fræðsluráð 1. mars 2021
Skipulagsráð 10. mars 2021
Stjórn Akureyrarstofu 25. febrúar og 4. mars 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 26. febrúar 2021
Velferðarráð 3. mars 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið.