Bæjarstjórn

3496. fundur 15. júní 2021 kl. 16:00 - 20:37 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs

Málsnúmer 2018060031Vakta málsnúmer

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

Við kosningu forseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Halla Björk Reynisdóttir 11 atkvæði.

Lýsir forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.


2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Hilda Jana Gísladóttir 10 atkvæði og Eva Hrund Einarsdóttir eitt atkvæði.

Lýsir forseti Hildu Jönu Gísladóttur réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.


Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Eva Hrund Einarsdóttir 10 atkvæði og Hilda Jana Gísladóttir eitt atkvæði.

Lýsir forseti Evu Hrund Einarsdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.


3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.

Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

Andri Teitsson

Hlynur Jóhannsson

og varamanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Sóley Björk Stefánsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Kosning bæjarráðs til eins árs

Málsnúmer 2018060035Vakta málsnúmer

Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.

Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður

Halla Björk Reynisdóttir, varaformaður

Hilda Jana Gísladóttir

Gunnar Gíslason

Hlynur Jóhannsson

Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi

og varamanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Andri Teitsson

Heimir Haraldsson

Eva Hrund Einarsdóttir

Rósa Njálsdóttir

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Bæjarstjórn Akureyrarbæjar - breytingar í nefndum 2018-2022

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingar á skipan aðalfulltrúa í velferðarráði:

Guðrún Karítas Garðarsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Róberts Freys Jónssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. júní 2021:

Lögð fram tillaga að breytingum á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri kynnti tillöguna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingum á stjórnskipulagi Akureyrarbæjar ásamt skipuriti.

5.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2021

Málsnúmer 2021060309Vakta málsnúmer

Liður 10 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. júní 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða sem samþykktar voru í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Í breytingunni felst að ekki verður lengur krafa um að lokið verði við að steypa sökkla áður en lóðarsamningur er gefinn út. Í staðinn verður krafa um gerð sökkla áður en byggingarréttur er framseldur til þriðja aðila.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á reglum um úthlutun lóða með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. mars 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemda og umsagna.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og umsagna. Í þessum breytingum felst að hámarkshæð húsa lækkar úr 25 m.y.s. í 20 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, allt eftir útfærslu. Jafnframt eru sett inn ákvæði um að hús syðst á reitnum, næst Gránufélagshúsunum, megi að hámarki vera 4 hæðir. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við athugasemdum og umsögnum.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað enn og aftur að ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi. Margfalt fleiri ástæður mæli með því að aðalskipulag sé látið óhreyft en þær fáu misgóðu ástæður sem mæla með breytingu.

Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 16. mars sl. Þá samþykkti bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting á Oddeyri færi í íbúakosningu.

Ráðgefandi kosning/könnun meðal íbúa fór fram dagana 27. maí til 31. maí sl. á þjónustugátt bæjarins. Alls tóku 3.878 íbúar sveitarfélagsins þátt eða um 26% þeirra sem uppfylltu skilyrði til þátttöku. Um 67% þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi. Um 18% greiddu atkvæði með auglýstri tillögu þar sem hús geta verið 6-8 hæðir og um 14% greiddu atkvæði með tillögu þar sem hús geta verið 5-6 hæðir en þó aldrei hærri en 4 hæðir syðst á reitnum.

Þórhallur Jónsson reifaði forsögu málsins og kynnti tillögu um að málinu yrði vísað aftur til umfjöllunar skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Andri Teitsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson og Hlynur Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur til umfjöllunar skipulagsráðs.

7.Starfsáætlanir ráða 2021 - frístundaráð

Málsnúmer 2021011839Vakta málsnúmer

Starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2021 kynnt og rædd.

Eva Hrund Einarsdóttir formaður frístundaráðs kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Heimir Haraldsson, Halla Björk Reynisdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Eva Hrund Einarsdóttir.

8.Starfsáætlanir ráða 2021 - fræðsluráð

Málsnúmer 2021011839Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fræðsluráðs fyrir árið 2021 kynnt og rædd.

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.

9.Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst 2021

Málsnúmer 2021060731Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um hlé á fundum bæjarstjórnar Akureyrarbæjar í júlí og ágúst 2021 í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 751/2019. Ekki verði haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt verði bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að hlé verði gert á fundum bæjarstjórnar Akureyrarbæjar í júlí og ágúst 2021 í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 751/2019. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 3. og 10. júní 2021
Bæjarráð 3. og 10. júní 2021
Frístundaráð 8. júní 2021
Fræðsluráð 7. júní 2021
Skipulagsráð 9. júní 2021
Stjórn Akureyrarstofu 9. júní 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 21. maí 2021
Velferðarráð 9. júní 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 20:37.