Umhverfis- og mannvirkjaráð

108. fundur 22. október 2021 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun 2022 hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

2.Sorphirða í Akureyrarbæ - útboð 2022

Málsnúmer 2021101499Vakta málsnúmer

Farið yfir endurnýjun á þjónustusamningi í sorpmálum 2022. Samningur við Terra rennur út í lok nóvember 2022.

Eygerður Margrétardóttir sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynnti gegnum fjarfundarbúnað breytingar á sorpmálum sem taka gildi 1. janúar 2023.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fela Rut það hlutverk að fara af stað með vinnu á útboði í sorpmálum með tilliti til nýrra laga sem taka gildi 1. janúar 2023. Samþykkt var að vinna nýtt útboð til samræmis við breytingar á lögum.

3.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun svæðisáætlunar

Málsnúmer 2021101496Vakta málsnúmer

Tekin fyrir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 þar sem talað er um að sveitarstjórn skuli á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf sé á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til SSNE og að vinna við nýja svæðisáætlun eigi að taka mið af nýjum lögum um úrgangsmál.

4.Snjómokstur 2021-2022

Málsnúmer 2021101632Vakta málsnúmer

Ræddar breytingar á forgangi í snjómokstri 2021-2022.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar tillögur ásamt viðbót sem rætt var um á fundinum.

5.Stígagerð á Glerárdal - erindi frá Ferðafélagi Akureyrar

Málsnúmer 2021091480Vakta málsnúmer

Svarbréf Ferðafélags Akureyrar dagsett 13. október 2021 varðandi framkvæmdir við stíg á Glerárdal lagt fram til upplýsingar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fyrirhugar skoðunarferð um svæðið næsta vor.

6.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Tekin fyrir útfærsla á gjaldtökukerfi fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrar.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að innleiða gjaldtökukerfi í kringum áramót og að settir verði upp 3 stöðumælar. Aðal greiðsluleiðin verði snjallforrit í síma.

7.Holtahverfi - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2021023068Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 21. nóvember 2021 varðandi opnun tilboða í gatnagerð og lagnir í Holtahverfi norður 1. áfangi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Nesbræður ehf.

8.Umhverfismiðstöð - reglubundin endurnýjun tækja 2021

Málsnúmer 2021040823Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. október 2021 varðandi endurnýjun á tækjum umhverfismiðstöðvar og SVA.
Farið var yfir endurnýjun á tækjum umhverfismiðstöðvar og SVA. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar tillögur, hafa þarf vistvæn ökutæki til hliðsjónar í kaupum á tækjum.

9.Fundargerðir 2021

Málsnúmer 2021031577Vakta málsnúmer

Verkfundargerðir fyrir Glerárbrú, Skarðshlíð, Lundarskóla A-álmu og Lundarskóla B-álmu lagðar fram.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar verkfundargerðir.

Fundi slitið - kl. 11:15.