Umhverfis- og mannvirkjaráð

93. fundur 29. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Kynningaráætlun UMSA

Málsnúmer 2021011645Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að kynningaráætlun UMSA fyrir árið 2021.

2.Breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2020010313Vakta málsnúmer

Umræður um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna umsögn við lögin í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir minnisblaði í framhaldinu hvað varðar kostnað og tölulegar upplýsingar um sorphirðu á Akureyri.

3.Austursíða 2 - umsögn UMSA vegna skipulags

Málsnúmer 2021011654Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. janúar 2021 varðandi rýni UMSA á deiliskipulagsdrögum við Austursíðu 2.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða umsögn og felur embættismönnum að koma umsögninni á framfæri við skipulagsráð.

4.Týsnes - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2019020223Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat á gatnaframkvæmdum við Týsnes dagsett 21. janúar 2021.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

5.Kirkjutröppur - viðhald

Málsnúmer 2021011641Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2021 varðandi ástand kirkjutrappanna frá Kaupvangsstræti upp að Akureyrarkirkju.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að áfram verði unnin áætlun um endurbætur á kirkjutröppunum ásamt kostnaðaráætlun.

6.Loftgæðamál bygginga 2021

Málsnúmer 2021011697Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 21. janúar 2021 varðandi loftgæði og rannsóknir í nokkrum byggingum Akureyrarbæjar.

7.Ráðhúsið á Akureyri

Málsnúmer 2021011696Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. janúar 2021 varðandi áætlannir um endurbætur á og viðbyggingu við Ráðhúsið á Akuryeri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að efna til forvals vegna hönnunar á viðbyggingu og endurbótum á Ráðhúsinu við Geislagötu og að kanna möguleikann á því að fá vistvæna vottun á framkvæmdina.

8.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Rætt um gjaldtöku á bílastæðum á ákveðnum svæðum á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 10:55.