Umhverfis- og mannvirkjaráð

107. fundur 01. október 2021 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson varaformaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun UMSA 2022

Málsnúmer 2021081199Vakta málsnúmer

Lagðar fram fjárhagsáætlanir deilda UMSA og gjaldskrár UMSA.

Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð, Engilbert Ingvarsson verkstjóri hjá Strætisvögnum Akureyrar og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar fjárhagsáætlanir og framlagðar gjaldskrár fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

2.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. september 2021 varðandi útboð á stýringu bílastæða. Eitt tilboð barst í eftirlitslausn en ekkert í stöðumæla.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að að ganga til samninga við IOS hugbúnað ehf. um eftirlitslausn.

3.Velferðarráð - umsókn í framkvæmdasjóð vegna kaupa á bíl

Málsnúmer 2021050120Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Örnu Jakobsdóttur forstöðumanns öryggisþjónustu og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs dagsett 20. september 2021 þar sem lagt er til að óskað verði eftir heimild til kaupa á bifreið fyrir þjónustukjarnann í Hafnarstæti 28-30.

Velferðarráð samþykkir kaupin og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin sem rúmast innan áætlunar búnaðarkaupa. Keypt verði bifreið með vistvænum orkugjafa í samræmi við gildandi Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.

4.Glerárdalur - stígagerð

Málsnúmer 2020050067Vakta málsnúmer

Tekin fyrir minnisblöð varðandi framkvæmdir við stíg inn Glerárdal sem ætlaður er til að auka aðgengi fólks að friðlandi og fallegri náttúru dalsins. Farið yfir verkáætlun og stöðu framkvæmda.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að horft verði til Stjórnunar- og verndaráætlunar 2018-2027 fyrir Glerárdal og framkvæmdaleyfis frá Umhverfisstofnun. En þar er lagt upp með að bæta aðgengi að fólkvanginum með stígagerð. Skulu stigarnir vera til þess fallnir að minnka ágang fólks fyrir utan stíga og þannig tryggja verndun og aðgengi til framtíðar.

Horfa skal til athugasemda hagsmunahópa á sama tíma og bætt aðgengi sé haft til hliðsjónar þar sem nýir hópar komi til með að geta og vilja njóta fólkvangsins.

Rætt var um drög að verklýsingu fyrir áframhaldandi framkæmd.

5.Stígagerð á Glerárdal - erindi frá Birki Baldvinssyni

Málsnúmer 2021091562Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Birki Baldvinssyni dagsett 22. ágúst 2021 varðandi framkvæmdir við stíg á Glerárdal.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar erindið og mun taka tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram. Formanni er falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Stígagerð á Glerárdal - erindi frá Ferðafélagi Akureyrar

Málsnúmer 2021091480Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ferðafélagi Akureyrar dagsett 5. september 2021 varðandi framkvæmdir við stíg á Glerárdal.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar erindið og mun taka tillit til þeirra ábendinga sem þar koma fram. Formanni er falið að svara bréfinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:15.