Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga

Málsnúmer 2018110171

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Eitt af verkefnum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er að skipaðir verði þróunarleiðtogar á hverju sviði bæjarins og eins innan ráða og stjórna. Lögð fram tillaga um skipun þróunarleiðtoga, tilgangur, hlutverk og helstu verkefni.
Frístundaráð samþykkir að skipaðir verði þróunarfulltrúar í samræmi við það sem kemur fram í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og á framlögðu minnisblaði og felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum slíkra leiðtoga frá hverju sviði og eins frá fastanefndum sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 3619. fundur - 29.11.2018

Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 21. nóvember 2018:

Eitt af verkefnum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er að skipaðir verði þróunarleiðtogar á hverju sviði bæjarins og eins innan ráða og stjórna. Lögð fram tillaga um skipun þróunarleiðtoga, tilgangur, hlutverk og helstu verkefni.

Frístundaráð samþykkir að skipaðir verði þróunarfulltrúar í samræmi við það sem kemur fram í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og á framlögðu minnisblaði og felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum slíkra leiðtoga frá hverju sviði og eins frá fastanefndum sveitarfélagsins.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3624. fundur - 24.01.2019

Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 21. nóvember 2018:

Eitt af verkefnum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er að skipaðir verði þróunarleiðtogar á hverju sviði bæjarins og eins innan ráða og stjórna. Lögð fram tillaga um skipun þróunarleiðtoga, tilgangur, hlutverk og helstu verkefni. Frístundaráð samþykkir að skipaðir verði þróunarfulltrúar í samræmi við það sem kemur fram í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og á framlögðu minnisblaði og felur sviðsstjóra að óska eftir tilnefningum slíkra leiðtoga frá hverju sviði og eins frá fastanefndum sveitarfélagsins.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 29. nóvember 2018 og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur sem þróunarleiðtoga ráðsins.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Frístundráð samþykkir að tilefna Arnar Þór Jóhannesson sem þróunarleiðtoga jafnréttismála.

Stjórn Akureyrarstofu - 271. fundur - 07.02.2019

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Karl Liljendal Hólmgeirsson sem þróunarleiðtoga jafnréttismála.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Eitt af verkefnum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er að skipaðir verði þróunarleiðtogar á hverju sviði bæjarins og eins innan ráða og stjórna.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Fræðsluráð - 4. fundur - 18.02.2019

Samkvæmt jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða að Heimir Haraldsson verði þróunarleiðtogi jafnréttismála.

Velferðarráð - 1295. fundur - 20.02.2019

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Dagbjört Pálsdóttir kjörin þróunarleiðtogi jafnréttismála.

Hermann Arason V-lista leggur fram eftirfarandi bókun: Þróun jafnréttismála hjá Akureyrarbæ er mikilvæg og allt um lykjandi verkefni. Því tel ég eðlilegt að launaður starfsmaður hafi umsjón með málaflokknum frekar en að kjörnir fulltrúar taki verkefnið að sér í sjálfboðavinnu.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Skipulagsráð samþykkir að Helgi Snæbjarnarson L-lista verði þróunarleiðtogi jafnréttismála.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista, Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista óska bókað:

Þróun jafnréttismála hjá Akureyrarbæ er mikilvægt og allt um lykjandi verkefni. Því er eðlilegt að launaður starfsmaður hafi umsjón með málaflokknum frekar en að kjörnir fulltrúar taki að sér verkefnið í sjálfboðavinnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 51. fundur - 01.03.2019

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir því að starfsmaður samfélagssviðs komi inn á fund umhverfis- og mannvirkjaráðs og kynni málið.



Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista óska bókað:

Þróun jafnréttismála hjá Akureyrarbæ er mikilvægt og allt um lykjandi verkefni. Því er eðlilegt að launaður starfsmaður hafi umsjón með málaflokknum frekar en að kjörnir fulltrúar taki að sér verkefnið í sjálfboðavinnu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að Berglind Bergvinsdóttir M-lista verði þróunarleiðtogi jafnréttismála.

Skipulagsráð - 319. fundur - 10.07.2019

Samkvæmt Jafnréttistefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs. Helgi Snæbjarnarson hefur verið þróunarleiðtogi en þar sem hann er ekki lengur í skipulagsráði þarf að skipa nýjan.
Skipulagsráð skipar Orra Kristjánsson S-lista sem þróunarleiðtoga ráðsins.

Velferðarráð - 1309. fundur - 16.10.2019

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir einróma að Heimir Haraldsson taki að sér hlutverk þróunarleiðtoga jafnréttismála velferðarráðs.

Fræðsluráð - 18. fundur - 28.10.2019

Fræðsluráð samþykkir að skipa Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur L-lista þróunarleiðtoga fræðsluráðs vegna jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í stað Heimis Haraldssonar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 3. fundur - 07.02.2022

Skipa þarf þróunarleiðtoga fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samhljóða að skipa Hildu Jönu Gísladóttir þróunarleiðtoga fræðslu- og lýðheilsuráðs.