Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 30.04.2018

Úrbótaáætlun vegna ytra mats á Glerárskóla lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð - 16. fundur - 03.09.2018

Bréf dagsett 16. ágúst 2018 frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um ytra mat Brekkuskóla, þar sem ráðuneytið staðfestir móttöku úrbótaáætlunar skólans, var lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 1. fundur - 07.01.2019

Bréf Menntamálastofnunar og skýrsla um ytra mat á Naustaskóla í október 2018 lagt fram til kynningar.

Bryndís Björnsdóttir skólastjóri Naustaskóla sat fundinn undir þessum lið.

Fræðsluráð - 6. fundur - 18.03.2019

Erindi barst frá Menntamálastofnun dagsett 1. mars 2019 þar sem óskað er eftir því að Naustaskóli sendi Menntamálastofnun, fyrir 20. mars 2019, tímasetta áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni um ytra mat á skólanum. Skólastjóri hefur brugðist við erindinu og sent inn umbótaáætlun fyrir skólann.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 7. fundur - 01.04.2019

Bréf barst frá Menntamálstofnun dagsett 28. mars 2019 með staðfestingu á að Naustaskóli hafi skilað gögnum um ytra mat skólans með fullnægjandi hætti.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 12. fundur - 08.07.2019

Bréf bárust frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. og 20. júní 2019 um eftirfylgni með ytra mati á starfsemi Glerárskóla. Þar er staðfest að umbeðin gögn hafi borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu um framkvæmd umbótaráætlunar skólans fram til júnímánaðar 2019.



Erindi barst frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 3. júní 2019 þar sem óskað er eftir staðfestingu á að umbótum í Brekkuskóla sem áætlaðar voru í kjölfar ytra mats á skólanum árið 2015 sé lokið.

Brekkuskóli sendi umbeðnar upplýsingar 14. júní 2019.

Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 13. fundur - 19.08.2019

Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálastofnun dagsett 24. maí 2019 um að Hríseyjarskóli og Giljaskóli fari í ytra mat haustið 2019.

Markmið með ytra matinu eru meðal annars að vera skólum hvati til frekari skólaþróunar, styðja stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi og efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla.

Þungamiðja matsins er stjórnun, nám og kennsla og innra mat skólans. Auk þess óskar fræðslusvið Akureyrarbæjar eftir því að upplýsingatækni verði metin sérstaklega sem fjórði þáttur í matinu.

Fræðsluráð - 16. fundur - 16.09.2019

Lokaskýrsla umbótaáætlunar Brekkuskóla lögð fram til kynningar auk staðfestingar fræðslusviðs til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsettrar 5. september 2019.

Fræðsluráð - 18. fundur - 28.10.2019

Lokaskýrsla ytra mats á Hríseyjarskóla lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð - 19. fundur - 11.11.2019

Sviðsstjóri kynnti yfirlit um stöðu ytra mats í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 24. fundur - 20.01.2020

Niðurstöður ytra mats Menntamálastofnunar í Giljaskóla sem framkvæmt var í nóvember 2019 lagðar fram til kynningar.

Fræðsluráð - 27. fundur - 02.03.2020

Skýrsla um ytra mat á Hlíðarskóla 2020 lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 29. fundur - 20.04.2020

Niðurstöður úr ytra mati á starfi Lundarskóla lagðar fram til kynningar.
Skila þarf inn umbótaáætlun til Menntamálastofnunar fyrir 20. september 2020.

Fræðsluráð - 31. fundur - 29.05.2020

Erindi dagsett 4. maí 2020 frá Menntamálastofnun með óskum um upplýsingar um framkvæmd umbóta við Oddeyrarskóla lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 38. fundur - 05.10.2020

Bréf dagsett 29. september 2020 frá Menntamálastofnun lagt fram til kynningar þar sem staðfest er að Lundarskóli hafi gert fullnægjandi grein fyrir viðbrögðum við ytra mati á skólastarfinu.

Fræðsluráð - 44. fundur - 01.02.2021

Staðfesting mennta- og menningarmálaráðuneytis á ytra mati Oddeyrarskóla lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 10. fundur - 22.06.2022

Lokaskýrslur umbótaáætlana vegna ytra mats Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Naustaskóla lagðar fram til kynningar og staðfestingar.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir að lokið sé umbótaráætlun vegna ytra mats í Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Naustaskóla. Sviðstjóra falið að upplýsa skólastjóra og menntamálastofnun um staðfestingu.