Fræðsluráð

1. fundur 07. janúar 2019 kl. 13:30 - 15:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki til fundarins.

1.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Bréf Menntamálastofnunar og skýrsla um ytra mat á Naustaskóla í október 2018 lagt fram til kynningar.

Bryndís Björnsdóttir skólastjóri Naustaskóla sat fundinn undir þessum lið.

2.Brúum bilið - vinnuhópur

Málsnúmer 2018120163Vakta málsnúmer

Erindisbréf vegna verkefnisins Brúum bilið lagt fram til kynningar auk þess sem skipað var í starfshópinn.
Starfshópinn skipa af hálfu fræðsluráðs: Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður B-lista, Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista og Þórhallur Harðarson D-lista. Auk þeirra verða tveir starfsmenn fræðslusviðs í hópnum.

3.Rekstur fræðslumála 2018

Málsnúmer 2018030030Vakta málsnúmer

Rekstrarstaða fræðslumála frá janúar til nóvember 2018 lögð fram til kynningar.

4.Skólavogin 2018

Málsnúmer 2018030274Vakta málsnúmer

Niðurstöður úr Skólavoginni um rekstur leik- og grunnskóla og nemendakönnun í 1.- 6. bekk lagðar fram til kynningar.

5.Samræmd könnunarpróf 2018

Málsnúmer 2019010028Vakta málsnúmer

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa fyrir árið 2018 annars vegar og fyrir árin 2014-2018 hins vegar lagðar fram til kynningar.

6.Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi 2018

Málsnúmer 2019010029Vakta málsnúmer

Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi 2018 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.