Fræðsluráð

38. fundur 05. október 2020 kl. 13:30 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Sindri Kristjánsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2020050172Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2021 tekin til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir starfsáætlunina samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021-2024

Málsnúmer 2020080903Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2021 lögð fram til kynningar.
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs vék af fundi kl. 14:50.

3.Gjaldskrá fræðslumála 2021

Málsnúmer 2020100079Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.

4.Rekstur fræðslumála 2020

Málsnúmer 2020010575Vakta málsnúmer

Forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir stöðu fræðslumála á tímabilinu janúar til ágúst 2020.

5.Leikskólar - ársskýrslur mat og skorkort

Málsnúmer 2020090733Vakta málsnúmer

Ársskýrsla, starfsáætlun og innra mat leikskóla Akureyrarbæjar lagt fram til staðfestingar.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða.
Rósa Njálsdóttir vék af fundi kl. 15:40.

6.Staðfesting á skólasókn

Málsnúmer 2018100121Vakta málsnúmer

Eitt af lögbundnum verkefnum fræðsluráðs sbr. 6. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla er ,,að sjá til þess að öll skólaskyld börn sem rétt eiga á skólavist í sveitarfélaginu njóti lögboðinnar fræðslu." Greinargerð um skólavist var lögð fram á fundinum.

7.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 29. september 2020 frá Menntamálastofnun lagt fram til kynningar þar sem staðfest er að Lundarskóli hafi gert fullnægjandi grein fyrir viðbrögðum við ytra mati á skólastarfinu.

8.Heilsuefling - starfshópur

Málsnúmer 2020100021Vakta málsnúmer

Fræðsluráð óskar eftir að settur verði á fót starfshópur sem hefur það verkefni að vinna að heilsueflingu í leik- og grunnskólum. Á fundinum var lagt fram erindisbréf starfshópsins.
Fræðsluráð staðfestir erindisbréfið og samþykkir að formaður hópsins verði Þuríður Árnadóttir.

Fundi slitið - kl. 16:00.